Segir endurheimt Krím nú mögulega
FréttirMöguleikarnir á að Úkraínumenn geti endurheimt Krím, sem Rússar hernámu og innlimuðu árið 2014, eru nú til staðar og ekki hægt að afskrifa þá. Þetta er mat embættismanns hjá bandaríska hernum. Hann sagði augljóst að Rússar hafi ekki lengur getu né vilja til að verja lykilsvæði sín og ef Úkraínumönnum takist að endurheimta Kherson þá sé raunverulegur Lesa meira
Biden varar við ragnarökum – Segir hættuna ekki hafa verið meiri síðan í Kúbudeilunni
FréttirHættan á „kjarnorku-ragnarökum“ er nú sú mesta síðan í Kúbudeilunni 1962. Þetta sagði Joe Biden, Bandaríkjaforseti í gærkvöldi. Tilefnið var að rússneskir embættismenn hafa rætt opinberlega um möguleikann á beitingu kjarnorkuvopna í Úkraínu í kjölfar ósigra rússneska hersins. „Við höfum ekki staðið frammi fyrir möguleikanum á slíkum ragnarökum síðan á tíma Kennedy og Kúbudeilunnar,“ sagði hann í gærkvöldi á samkomu Demókrata í New York. Hvíta húsið Lesa meira
Hverjir gætu skorað Pútín á hólm og hversu líklegt er að til valdaráns komi?
Fréttir„Jafnvel þótt undirmenn Pútíns komist að þeirri niðurstöðu að þeir vilji losna við hann, þá verður erfitt að koma honum frá völdum. Engar valdaránstilraunir hafa verið gerðar í Moskvu frá hruni Sovétríkjanna.“ Þetta segir Sergey Radchenko, prófessor við Henry A Kissinger Center for Global Affairs og Johns Hpkins School of Advanced International Studies í grein í Foreign Affairs. Radchenko fæddist í Rússlandi en býr í Bandaríkjunum. Hann segir að ef til valdaráns komi verði enginn skortur á mönnum Lesa meira
Ótrúleg stund þegar rússneskir hermenn gáfust upp og yfirgáfu skriðdreka sinn – Myndband
FréttirÁ upptöku, sem er hægt að horfa á hér fyrir neðan, sést þegar rússneskum BMP-2 skriðdreka er ekið út úr trjáþyrpingu og stöðvaður fyrir framan úkraínska hermenn. Hvítir fánar, merki um uppgjöf, blakta á skriðdrekanum. Áhöfnin sést síðan gefast upp fyrir úkraínsk hermönnunum. Að sögn breskra fjölmiðla var myndbandið tekið í Kherson í suðurhluta Úkraínu. Þegar áhöfn skriðdrekans Lesa meira
Segir að Evrópa verði að beina sjónum sínum að „stóru myndinni“
FréttirEvrópa verður að beina sjónum sínum að „stóru myndinni“ samhliða því sem hækkandi framfærslukostnaður er farinn að bíta. Þetta segir Kira Rudik, þingkona á úkraínska þinginu, í grein í the Atlantic Council. Hún segir að ef innrás Pútíns í Úkraínu endi ekki með afgerandi ósigri Rússa, verði afleiðingarnar fyrir Evrópu miklu alvarlegri en orkuskorturinn og efnahagsvandinn sem nú er við að etja. Í kjölfar Lesa meira
Náðu þremur bæjum í Kherson úr höndum Rússa í gær
FréttirVolodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að úkraínskar hersveitir hefðu náð þremur bæjum í Kherson úr höndum Rússa á síðustu 24 klukkustundum. Hann sagði þetta vera bæina Novovoskresenske, Novohryhorivka og Petropavlivka. Þeir eru allir norðvestan við borgina Kherson. Þessir bæir bætast þar með í hóp fjölda annarra sem úkraínskar hersveitir hafa náð á sitt vald að undanförnu.
Segir varnir Rússa að hrynja og að Úkraínumenn hafa náð helsta pólitíska markmiði sínu
FréttirEd Arnold, sérfræðingur hjá the Royal United Services Institute, segir að Úkraínumenn hafi nú þegar náð „aðal pólitíska markmiði sínu“ með því að „sýna Vesturlöndum að þeir geti náð landsvæði úr höndum Rússa og notað vopnakerfi frá Vesturlöndum til þess. Sky News skýrir frá þessu. Hann sagði að nú beini Úkraínumenn sjónum sínum að hernaðarlegum markmiðum. Fyrst að frelsa borgir og bæi, eins Lesa meira
Telja að Úkraínumenn hafi staðið á bak við morðið á Darya Dugina í Moskvu
FréttirBandarískar leyniþjónustustofnanir telja að Úkraínumenn hafi staðið á bak við morðið á rússneska þjóðernissinnanum Darya Dugina í Moskvu þann 20. ágúst. Hún var ráðin af dögum með bílsprengju. Ekki er þó talið að hún hafi verið skotmarkið, það hafi verið faðir hennar Aleksandr Dugin sem er þekktur menntamaður og er sagður einn helsti hugmyndasmiður Vladímír Lesa meira
Truss segir að ekki eigi að semja um frið gegn því að Úkraínumenn láti land af hendi
FréttirLiz Truss, forsætisráðherra Bretlands, segir að Úkraína „muni sigra“ og að ekki megi semja um frið þar sem Úkraínumenn láta landsvæði af hendi. Þetta sagði hún landsfundi Íhaldsflokksins í Birmingham í gær. The Guardian segir að Truss hafi sagt að Úkraínumenn séu ekki aðeins að berjast fyrir eigin öryggi, heldur fyrir öryggi okkar allra. Þetta sé barátta fyrir frelsi og lýðræði um allan Lesa meira
Segir það hafa verið örlagarík mistök hjá Pútín að grípa til herkvaðningar
FréttirÞað voru örlagarík mistök hjá Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, að grípa til herkvaðningar. Þetta sagði Sir Andrew Wood, fyrrum sendiherra Bretlands í Rússlandi, í samtali við Sky News. Hann sagði að skoðanir hafi verið skiptar í Rússlandi um stríðið en lítið hafi farið fyrir skoðanaskiptum vegna kúgunar yfirvalda. Nú sé hins vegar miklu meiri umræða en áður um stríðið. Hann sagðist telja það Lesa meira