fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Fréttir

Bein útsending frá geimskoti Artemis 1 – Fyrsta skrefið í að senda fólk aftur til tunglsins og síðan til Mars

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. ágúst 2022 12:22

Artemis 1 er nánast tilbúin til brottfarar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 12.33, að íslenskum tíma, í dag verður Artemis 1 eldflaug Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA skotið á loft frá Kennedy Space Center í Flórída. Þetta markar upphafið að mönnuðum ferðum til tunglsins og síðan til Mars. Um 50 ár eru síðan bandarískir geimfarar voru síðast á tunglinu en ætlunin er að senda geimfara þangað innan fárra ára.

Ferð Artemis 1 nú er undirbúningur undir að senda fólk til tunglsins og síðar til Mars. NASA hefur í hyggju að koma upp  bækistöð á tunglinu.

Þegar þetta er skrifað er ekki annað vitað en að geimskotið muni eiga sér stað á tilsettum tíma en efasemdir höfðu verið uppi um að það gengi eftir vegna þess að eldingu sló niður í skotpall.  Einnig er veðrið ekki upp á sitt besta en talsmenn NASA segja að allt sé á áætlun. Fyrir stundu bárust síðan fréttir um að leki hefði fundist við dælingu vetnis á flaugina. NASA segir að unnið sé að því að leysa það mál og hefur ekki frestað geimskotinu. Geimskotinu var síðan frestað á síðustu stundu þar sem ekki tókst að komast fyrir lekann við dælingu vetnis. Fyrirhugað er að það fari fram næsta föstudag.

Reiknað er með að mörg hundruð þúsund manns muni mæta á svæðið til að fylgjast með geimskotinu enda verður ekki um neitt smá sjónarspil að ræða. Eldflaugin er sú öflugasta sem NASA hefur skotið á loft. Mun öflugri og stærri en Saturn V sem voru notaðar í Apollo verkefninu sem flutti menn til tunglsins.

Flaugin flytur Orion geimfar með sér en geimfarar framtíðarinnar mun ferðast í slíkum geimförum til tunglsins. Ekkert fólk verður þó með í för að þessu sinni. Flogið verður í kringum tunglið í 42 daga.

10 CubeSats, sem eru mjög litlir gervihnettir, verða sendir út frá geimfarinu til að gera ýmsar rannsóknir, til dæmis á áhrifum geimgeislunar á erfðaefni gers og til að leita að frosnu vatni á tunglinu. Sky News skýrir frá þessu.

Einnig verður unnið við rannsóknir á sólvindum, sólgosi og fleiru sem getur stefnt heilsu og öryggi geimfara í hættu.

Eitt af markmiðum verkefnisins er að kanna hvort hitaskyldir geimfarsins virki eins og þeir eiga að gera þegar geimfarið kemur aftur inn í gufuhvolf jarðar á rúmlega 40.000 km/klst.

Myndavélar inni í Orion og utan á munu ganga alla ferðina og veita innsýn í gang verkefnisins.

Reiknað er með að Artemis 2 verði skotið á loft 2024. Þá verða fjórir geimfarar með í för. Þeir munu vera í geimnum í 10 daga, meðal annars fljúga hring um tunglið áður en þeir snúa til jarðar.

Það er svo Artemis 3 sem mun flytja fólk til tunglsins en stefnt er að því að gera það 2025.

Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skoðar tengsl gluggagægja meðal sorphirðumanna og innbrota á Álftanesi

Lögreglan skoðar tengsl gluggagægja meðal sorphirðumanna og innbrota á Álftanesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy tjáir sig um Pútín – „Ég held að þetta muni veikja hann mjög mikið“

Zelenskyy tjáir sig um Pútín – „Ég held að þetta muni veikja hann mjög mikið“