fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Þýskaland

Þýskur hermaður blekkti alla upp úr skónum – Þóttist vera flóttamaður og hugði á hryðjuverk

Þýskur hermaður blekkti alla upp úr skónum – Þóttist vera flóttamaður og hugði á hryðjuverk

Pressan
27.05.2021

Ungur þýskur hermaður, nefndur Franco A. í þýskum fjölmiðlum,  er nú fyrir rétti í Frankfurt ákærður fyrir að hafa ætlað að ráðast á þýska stjórnmálamenn dulbúinn sem sýrlenskur flóttamaður. Markmiðið með þessu var að vekja upp reiði almennings í garð flóttamanna. Málið hefur skokið þýskt samfélag enda er það að vissu leyti með miklum ólíkindum. Franco stal skotfærum frá hernum og ætlaði að meðal annars að Lesa meira

Þjóðverjar vilja ekki útiloka Huawei frá uppbyggingu 5G

Þjóðverjar vilja ekki útiloka Huawei frá uppbyggingu 5G

Pressan
15.05.2021

Margir óttast að Kínverjar stundi umfangsmiklar njósnir á Vesturlöndum í gegnum kínverska fyrirtækið Huawei og því hefur fyrirtækið víða verið útilokað frá að koma að uppbyggingu 5G farsímakerfisins. En Þjóðverjar vilja ekki fara þá leið og er fyrirtækinu heimilt að bjóða í uppbyggingu kerfisins. Þýska ríkisstjórnin hefur komið nýjum lögum í gegnum þingið sem gera að verkum að Lesa meira

Þýska rannsóknarlögreglan átti í viðskiptum við svikafyrirtæki

Þýska rannsóknarlögreglan átti í viðskiptum við svikafyrirtæki

Pressan
01.05.2021

Eftir að í ljós kom að þýska fjármálafyrirtækið Wirecard hafði ekki verið rekið á heiðarlegan hátt hélt þýska lögreglan áfram viðskiptum við það. Mál fyrirtækisins er eitt stærsta hneykslismálið í þýsku viðskiptalífi frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Fram á mitt ár 2020 tókst forsvarsmönnum fyrirtækisins að leyna því að í sjóði þess vantaði sem svarar til Lesa meira

Hryllingur í Þýskalandi – Fjórir sjúklingar myrtir á sjúkrahúsi í Potsdam í gærkvöldi

Hryllingur í Þýskalandi – Fjórir sjúklingar myrtir á sjúkrahúsi í Potsdam í gærkvöldi

Pressan
29.04.2021

Þýska lögreglan handtók í gærkvöldi 51 árs konu vegna rannsóknar á dauða fjögurra sjúklinga á Oberlin-Klinik sjúkrahúsinu í Potsdam. Konan er grunuð um að hafa orðið fólkinu að bana. Einn sjúklingur til viðbótar er í lífshættu. Bild segir að miklir áverkar hafi verið á fólkinu og beri þess merki að það hafi verið beitt „miklu ofbeldi“ og af þeim Lesa meira

Danir lána Þjóðverjum 55.000 skammta af bóluefni AstraZeneca

Danir lána Þjóðverjum 55.000 skammta af bóluefni AstraZeneca

Pressan
21.04.2021

Danska ríkisstjórnin samþykkti í gær beiðni frá yfirvöldum í Slésvík-Holtsetalandi í Þýskalandi um að lána þeim 55.000 skammta af bóluefni AstraZeneca. Dönsk heilbrigðisyfirvöld ákváðu í síðustu viku að hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca og eiga Danir nú 270.000 skammta af því í geymslu. Í fréttatilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu kemur fram að fallist hafi verið á beiðni yfirvalda í þýska Lesa meira

Þýska ríkisstjórnin vill herða sóttvarnaaðgerðir – Vilja setja útgöngubann á

Þýska ríkisstjórnin vill herða sóttvarnaaðgerðir – Vilja setja útgöngubann á

Pressan
16.04.2021

Þýska ríkisstjórnin vill að sambandsríkin herði sóttvarnaaðgerðir hið fyrsta til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar en Þýskaland er nú í þriðju bylgju faraldursins. Í gær greindust 25.000 smit og 247 létust. Samtals hafa tæplega 80.000 látist af völdum COVID-19 í landinu. „Við vitum, frá reynslu okkar síðasta haust, hvað gerist ef við bregðumst ekki hratt við,“ Lesa meira

Bandaríkin fjölga í herliði sínu í Þýskalandi

Bandaríkin fjölga í herliði sínu í Þýskalandi

Pressan
15.04.2021

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti á þriðjudaginn að Bandaríkin muni fjölga í herliði sínu í Þýskalandi. Þetta er breyting á stefnu ríkisstjórnar Donald Trump sem ætlaði að fækka í herliðinu í landinu. Bandaríkin munu nú fjölga hermönnum sínum „á Wiesbaden svæðinu“ um 500 og verða þeir komnir þangað í haust í síðasta lagi sagði Austin á fréttamannafundi í Berlín. Hann sagði að þetta Lesa meira

Þjóðverjar hætta við að gefa seinni skammtinn af AstraZeneca – Fólk fær annað bóluefni

Þjóðverjar hætta við að gefa seinni skammtinn af AstraZeneca – Fólk fær annað bóluefni

Pressan
14.04.2021

Þeir Þjóðverjar, yngri en 60 ára, sem hafa fengið einn skammt af bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 fá ekki seinni skammtinn. Þess í stað verða þeir bólusettir með skammti af öðru bóluefni. Yfirvöld sambandslýðveldisins og yfirvöld í sambandsríkjunum 16 náðu samkomulagi um þetta í gær. Þýsk yfirvöld tilkynntu í lok mars að fólki yngra en 60 ára muni ekki Lesa meira

Skelfilegt fjölskylduleyndarmál – Var það ástæðan fyrir morðunum?

Skelfilegt fjölskylduleyndarmál – Var það ástæðan fyrir morðunum?

Pressan
12.04.2021

Nágrannarnir voru órólegir. Þeir höfðu ekki séð neitt til Gruberfjölskyldunnar í fjóra daga. Fjölskyldan var svo sem vön að halda sig út af fyrir sig á Hinterkaifeckbýlinu sínu norðan við München en þau voru góðir og gegnir kaþólikkar og kirkjurækin. Þau höfðu ekki komið til messu þennan sunnudag. Eitt og annað hafði gerst á Hinterkaifeck dagana á undan. Andreas Gruber, fjölskyldufaðirinn, hafði sagt að Lesa meira

Segja alræmda glæpafjölskyldu hafa staðið á bak við ótrúlegan demantaþjófnað

Segja alræmda glæpafjölskyldu hafa staðið á bak við ótrúlegan demantaþjófnað

Pressan
10.04.2021

Þýska lögreglan segir að Abdul Majed Remmo, 21 árs, hafi staðið á bak við stærsta listaverkaþjófnað síðari tíma í Þýskalandi. Hann naut aðstoðar tvíburabróður síns og þriggja annarra ættingja. Lögreglan leitar að Abdul en hinir hafa verið handteknir og sitja í gæsluvarðhaldi. Abdul, sem lögreglan segir að tilheyri einni alræmdustu glæpafjölskyldu landsins Remmogenginu, hefur verið á flótta síðan þjófnaðurinn átti sér stað Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af