Segja alræmda glæpafjölskyldu hafa staðið á bak við ótrúlegan demantaþjófnað
PressanÞýska lögreglan segir að Abdul Majed Remmo, 21 árs, hafi staðið á bak við stærsta listaverkaþjófnað síðari tíma í Þýskalandi. Hann naut aðstoðar tvíburabróður síns og þriggja annarra ættingja. Lögreglan leitar að Abdul en hinir hafa verið handteknir og sitja í gæsluvarðhaldi. Abdul, sem lögreglan segir að tilheyri einni alræmdustu glæpafjölskyldu landsins Remmogenginu, hefur verið á flótta síðan þjófnaðurinn átti sér stað Lesa meira
Norður-kóreskir tölvuþrjótar stálu rúmlega 300 milljónum dollara til að borga fyrir vopn
PressanNorður-kóreskir tölvuþrjótar stálu mörg hundruð milljónum dollara á síðasta ári. Peningarnir voru notaðir til að fjármagna kjarnorkuvopnaáætlun landsins og smíði langdrægra eldflauga en það er skýrt brot á alþjóðalögum. Þetta kemur fram í nýrri leynilegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að í skýrslunni séu Kim Jong-un, einræðisherra landsins, og stjórn hans sökuð um Lesa meira
Kom óvenjulega snemma heim og sá að eitthvað var öðruvísi – „Eins og atriði úr hryllingsmynd“
PressanDyrnar voru hálfopnar, loftkælingin var í gangi og nokkrir kjúklinganaggar voru á diski á matarborðinu, eins og máltíðin hefði verið yfirgefin í miðjum klíðum. Svona var aðkoman þegar hin ástralska Monica Green kom heim til sín síðasta mánudag, nokkru áður en hún hafði ætlað. Samkvæmt frétt Courier Mail hafði hún tekið eftir því í nokkra mánuði að það var eins og Lesa meira
Pakkastuldurinn fór í hundana og flóttinn mistókst
PressanMálið hófst 15. desember þegar pakka var stolið af tröppum húss í Edmonton í Kanada. Karl og kona eltu þá póstbíl inn í Sandhills Estates, sem er úthverfi, og stálu pakka sem bílstjórinn skildi eftir á tröppum húss þar. Parið lagði síðan á flótta í bíl sínum en festi hann strax í snjó. Íbúi hússins, sem þau stálu pakkanum Lesa meira
Varð manni að bana í eftirför – Dæmdur í 10 ára fangelsi
PressanMihai Dinisoae, rúmenskur ríkisborgari, var nýlega dæmdur í 10 ára fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa orðið Josh Molloy, 28 ára, að bana. Mihai var að elta Josh og félaga hans eftir að þeir stálu mótorhjóli frá húsi hans. Sky News skýrir frá þessu. Josh hentist af mótorhjólinu þegar Mihai ók á það. Félagi Josh Lesa meira
Stal vasaúri sem var gjöf frá Bandaríkjaforseta – Metið á 27.000 dollara
PressanNýlega var vasaúri stolið úr forngripaverslun í Lundúnum. Þetta er ekki bara eitthvað úr heldur úr sem Woodrow Wilson, Bandaríkjaforseti, gaf Charles J Lawrenson, skipstjóra breska gufuskipsins Nubian, fyrir björgun á sjó þann 7. mars 1914 en þá bjargaði áhöfn hans áhöfn bandarísku skonnortunnar Julia A Trubee. Úrið hefur því sögulegt gildi auk þess að vera ansi verðmætt. Samkvæmt tilkynningu frá Lundúnalögreglunni kom Lesa meira
Boruðu sig í gegnum vegg og stálu 6,5 milljónum evra
PressanUm klukkan 6 að morgni 1. nóvember heyrðu vitni borhljóð berast úr kjallara tollstöðvar í Duisburg í Þýskalandi. Þar voru þjófar á ferð. Þeir boruðu gat á vegg á milli peningahvelfingar og herbergis í kjallaranum. Úr hvelfingunni stálu þeir 6,5 milljónum evra í reiðufé og létu sig hverfa á brott. Bild skýrir frá þessu. Augljóst er að innbrotið Lesa meira
Stal 3.000 mannabeinum úr kirkjugarði
PressanÞegar 53 ára Þjóðverji missti móður sína byrjaði hann að fara reglulega í kirkjugarðinn í Bad Soden. Svo virðist sem einmanaleiki hafi orðið honum einhverskonar hvatning eða ástæða til að opna grafir og stela mannabeinum og duftkerum. Bild skýrir frá þessu. Fram kemur að þessi undarlega hegðun mannsins hafi byrjað 2017. Hann sótti síðan um starf sem Lesa meira
Sögulegar bækur að verðmæti 440 milljóna fundust niðurgrafnar í Rúmeníu
PressanNýlega fannst safn 200 merkra og mjög verðmætra bóka niðurgrafið í Rúmeníu. Bókunum var stolið í Feltham í Lundúnum í janúar 2017. Um þaulskipulagðan og vel útfærðan þjófnað var að ræða úr vöruhúsi sem póstsendingar fara um. Bækurnar voru á leið á uppboð í Las Vegas. Þjófarnir skáru göt á þak vöruhússins og létu sig síga niður Lesa meira
Heimilislaus maður notfærði sér heimsfaraldurinn og lifði í lúxus
PressanHeimsfaraldurinn hefur farið illa með marga, þar á meðal í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn virðist nánast vera stjórnlaus víða. En hinn heimilislausi Daniel Albert Neja, 39 ára, hafði það óvenjulega gott í júlí. Þá braust hann inn á Al Lang Stadium í St. Petersburg í Flórída. Þetta er leikvangur Tampa Bay Rowdies fótboltaliðsins. Leikvangurinn tekur 7.200 gesti. En knattspyrnan hefur verið í hléi Lesa meira