Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“
FréttirMál vikunnar, frammistaða Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljós á mánudag var tekið fyrir af samflokksþingmanni hans, Sigríði Á. Andersen, og Degi B. Eggertssyni, þingmanni Samfylkingarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurð segir Sigríður að kalla megi umræðuna moldviðri eða storm í vatnsglasi. Viðbrögðin séu hefðbundin í íslenskri umræðu, í þessu tilviki Snorra Mássyni, Lesa meira
Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“
FréttirÖll spjót hafa staðið á Snorra Mássyni þingmanni Miðflokksins eftir að hann mætti í Kastljós á RÚV síðasta mánudagskvöld og ræddi við Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru Samtakanna ´78, um málefni hinsegin fólks og einkum trans fólks. Mörgum þótti Snorri ganga hart fram í þættinum. Hann greip ítrekað fram í fyrir Þorbjörgu, var tíðrætt um meinta hugmyndafræði Lesa meira
Sakar Þorgerði Katrínu um gaslýsingu
EyjanSigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins segir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra hafa beitt hana gaslýsingu í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Gaslýsing er íslensk þýðing á hugtakinu gaslighting en það er almennt skilgreint í félagslegu samhengi á þann hátt að um sé að ræða birtingarmynd andlegs ofbeldis þar sem gerandi láti þolanda efast um eigin Lesa meira
Sigríður Andersen: Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum
EyjanSigríður Andersen, þingmaður Miðflokksins, segist ekki reka sig að skoðanaágreiningur milli hennar og annarra í Miðflokknum, þegar kemur að styrkjum í landbúnaði eða tollamála og viðskiptafrelsis með landbúnaðarafurðir, valdi henni meiri erfiðleikum en þegar hún var í Sjálfstæðisflokknum. Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum, Sjálfstæðisflokknum rétt eins og Miðflokknum, segir hún. Hún telur eðlilegt að Lesa meira
Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið
EyjanÍ síðustu ríkisstjórn hafði VG tögl og hagldir á þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og forystu, í víðum skilningi. Það var þó ekki eina ástæða þess að stefna og málflutningur Sjálfstæðisflokksins sveigði af braut. Stjórnmálaflokkar eru tæki en ekki tilgangur í sjálfu sér og í Sjálfstæðisflokknum var þetta farið að líkjast trúarbrögðum eða íþróttafélagi, segir Sigríður Á. Andersen, Lesa meira
Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því
EyjanLögum um stjórnmálaflokka var breytt rétt fyrir kosningar 2021 til að banna nafnlausan áróður. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, segist telja að rótin að því hafi verið sú að Katrín Jakobsdóttir hafi tekið mjög inn á sig nafnlausan áróður sem beitt var gegn henni í einhverjum kosningum. Óvíst sé hversu raunhæft sé að banna slíkt. Lesa meira
Sigríður segir Áslaugu haldna ,,miklu blæti“
FréttirSigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins og fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins hnýtir all hressilega í fyrrverandi flokkssystur sína Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í færslu á samfélagsmiðlinum X. Eins og kunnugt er hefur Áslaug Arna lýst yfir framboði sínu til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Sigríður segir þau orð Áslaugar að kalla Flokk fólksins ekki stjórnmálaflokk af því hann Lesa meira
Segir að Bjarni hafi óttast að Jón myndi gera eins og Sigríður Andersen
EyjanSigurjón M. Egilsson, fyrrverandi ritstjóri og fréttastjóri, segir að Valhöll hafi óttast að Jón Gunnarsson myndi fara sömu leið og Sigríður Á. Andersen og skipta um flokk. Morgunblaðið greindi frá því í dag að Jón muni skipa 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og um leið verður hann sérstakur fulltrúi Bjarna í matvælaráðuneytinu. Sigurjón gerir þetta að umtalsefni Lesa meira
Það er og hefur alltaf verið eitthvað bogið við hvernig dómarar eru skipaðir á Íslandi segir Aðalheiður
Eyjan„Allir helstu valdhafar brugðust í Landsréttarmálinu,“ segir í upphafi greinar eftir Aðalheiði Ámundadóttur í Fréttablaðinu í dag. Greinin ber yfirskriftina 17-0 og er þar vísað til einróma niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í gær um að ekki hefði verið staðið rétt að skipun dómara í Landsrétt. Aðalheiður bendir á að allir valdhafar hafi brugðist. Dómsmálaráðherra, sem var Lesa meira
Sigríður hrósar sigri í Landsréttarmálinu: „Sannar bara það sem ég hef haldið fram“
Eyjan„Ég fæ ekki annað séð en að nefndin hafi með þessari nýju umsögn alfarið hafnað sínum eigin vinnubrögðum sem hún viðhafði í Landsréttarmálinu. Ég fagna því,“ segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem í dag skrifar um skipan dómara við Hæstarétt, í Morgunblaðið, en ein slík staða var auglýst nýverið hvar átta sóttu um Lesa meira