fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Eyjan

Sakar Þorgerði Katrínu um gaslýsingu

Eyjan
Mánudaginn 3. mars 2025 18:39

Þorgerður Katrín verður utanríkisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins segir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra hafa beitt hana gaslýsingu í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Gaslýsing er íslensk þýðing á hugtakinu gaslighting en það er almennt skilgreint í félagslegu samhengi á þann hátt að um sé að ræða birtingarmynd andlegs ofbeldis þar sem gerandi láti þolanda efast um eigin veruleika.

Í pólitísku samhengi er gaslýsing oftast skilgreind þannig að hún snúist um að afvegaleiða umræðuna.

Sigríður segir í færslu á Facebook að hún sé almennt ekki hrifin af þessu hugtaki:

„Svokallaðar gaslýsingar hafa tíðkast undanfarin misseri meðal sumra sem harðast berjast í umræðu um dægurmálin á samfélagsmiðlunum. Þetta er þreytandi aðferðarfræði sem skilur lítið eftir sig en er upplýsandi um rökþrot í umræðunni.“

Rekur hún síðan orðaskipti sín og Þorgerðar Katrínar í fyrirspurnatímanum í dag en þingmaðurinn spurði ráðherrann ýmissa spurninga um hennar sýn á þróun utanríkismála eftir hin hörðu orðaskipti sem áttu sér stað fyrir opnum tjöldum á milli forseta Úkraínu og Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu, síðastliðinn föstudag. Í seinni lið fyrirspurnar sinnar vék Sigríður að fundi sem fór fram í London í kjölfar þessara orðaskipta:

„Í framhaldinu spurði ég hana álits á fundi Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands og öðrum stjórnmálaleiðtogum Evrópu sem fram fór í Bretlandi í gær. Hvort hún greindi einhverja allt aðra niðurstöðu af þeim fundi heldur en niðurstaðan sem var frá fundinum í Hvíta húsinu.“

Gaslýsingin

Sigríður var ekki sátt við svör Þorgerðar Katrínar og sakar hana um gaslýsingu, þótt þingmaðurinn segist sjálf ekki hrifin af beitingu þess hugtaks:

„Hins vegar eyddi hún seinna svari sínu til mín í gaslýsingu sambærilegri þeirri sem ég lýsti hér í upphafi. Að ýja að því Miðflokkurinn styðji ekki frelsisbaráttu Úkraínu, styðji ekki varnarbaráttu Úkraínu, er vísbending um að utanríkisráðherra treysti sér ekki í málefnalega umræðu um stöðu Úkraínu, um afstöðu ríkjanna sem öllu ráða um lyktir þessa máls og þá um leið um þá afstöðu sem íslensk stjórnvöld hafa haft til átakanna.“

„Á fundinum í Hvíta húsinu kom fram skýlaus krafa Bandaríkjaforseta um frið. Það þurfti ekki táknmálstúlk til að skilja þau skilaboð. Hvaða skilaboð komu af fundinum í Bretlandi? Það var nú bara það sem ég spurði utanríkisráðherra um en sem hún taldi sæmandi að svara með gaslýsingu.“

Hvað sagði ráðherrann?

Þegar rýnt er í þetta svar Þorgerðar Katrínar sem Sigríður var svona óánægð með þá má sjá að sannarlega ýjaði ráðherrann að því að flokkur Sigríðar styðji ekki baráttu Úkraínu:

„Það sem fundurinn í gær var líka um er að reyna að tryggja öryggi, koma með ábyrgðartryggingar og öryggistryggingar fyrir Úkraínu. Það sem kom miklu skýrar fram á þessum fundi — og núna er ég að hugsa um þær ræður sem til að mynda koma frá Miðflokknum, þá tóna sem eru að koma frá Miðflokknum hér í þessum sal á þessum skamma tíma sem þing hefur verið, að ég get ekki greint að það sé afgerandi stuðningur við frelsisbaráttu Úkraínu. Ég vona að ég sé að misskilja hlutina en mér finnst ég ekki greina afgerandi stuðning Miðflokksins þegar kemur að varnarbaráttu og frelsisbaráttu Úkraínu. Það er alla vega alveg ljóst að ríkisstjórnin stendur keik með Úkraínu til að tryggja öryggi og frelsi Úkraínu en líka til að tryggja öryggi og frelsi Evrópu.“

Ræður Miðflokksins

Óljóst er í hvaða ræður þingmanna Miðflokksins Þorgerður Katrín er að vísa en við leit í þingræðum á yfirstandandi þingi á vef Alþingis finnst aðeins ræða frá einum þingmanni flokksins, fyrir utan ræðu Sigríðar í dag, þar sem minnst er á Úkraínu en það er ræða Ingibjargar Davíðsdóttur frá 20. febrúar síðastliðnum en Ingibjörg sagði meðal annars:

„Átökin í Úkraínu eiga sér langan aðdraganda, lengra en til ársins 2022, og við nálgumst því hraðbyri þrjú ár frá innrásinni. Það eru gömul sannindi og ný að það tapa allir í stríði og því er til mikils að vinna að leiða átökin til lykta þannig að frelsi og fullveldi Úkraínu sé óskert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Runólfur Ólafsson: Komið að skuldadögum – einkabíllinn niðurgreiðir þungaflutninga á þjóðvegunum

Runólfur Ólafsson: Komið að skuldadögum – einkabíllinn niðurgreiðir þungaflutninga á þjóðvegunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Trúir og treystir forsætisráðherra Trump og hans liði virkilega!?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Trúir og treystir forsætisráðherra Trump og hans liði virkilega!?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar er sáttur við fækkun ráðuneyta – Ástæðan er augljós

Sigmar er sáttur við fækkun ráðuneyta – Ástæðan er augljós