fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Pútín

Fyrrum varnarmálaráðherra um Pútín – „Hann heldur að þetta séu örlög hans – Hann er heltekinn af þessu“

Fyrrum varnarmálaráðherra um Pútín – „Hann heldur að þetta séu örlög hans – Hann er heltekinn af þessu“

Fréttir
31.01.2023

„Hann er heltekinn af að sigra Úkraínu. Hann mun halda áfram.“ Þetta sagði Robert Gates, fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna um Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og fyrirætlanir hans. Þetta sagði hann í þættinum „Meet the Press“ hjá NBC að sögn The Hill. Gates sagði að Pútín telji það „örlög sín“ að endurreisa rússneska heimsveldið. „Pútín trúir að það séu örlög hans að endurreisa rússneska heimsveldið. Eins og minn gamli lærifaðir, Zbig Brzezinski, var vanur Lesa meira

Sérfræðingur skefur ekki utan af því – „Pútín hefur mistekist hrapalega“

Sérfræðingur skefur ekki utan af því – „Pútín hefur mistekist hrapalega“

Fréttir
31.01.2023

Hinir mörgu nýju skriðdrekar sem fjöldi bandalagsríkja Úkraínu ætlar að senda til hins stríðshrjáða lands segja í raun alla söguna. Þetta er mat Arna Bård Dalhaug sem var áður hershöfðingi í norska hernum en er nú kominn á eftirlaun. „Áætlunin um að kljúfa Vesturlönd hefur mistekist hrapalega. Það er afhending skriðdrekanna enn eitt dæmið um,“ sagði hann Lesa meira

Boris Johnson segir að Pútín hafi hótað honum símleiðis

Boris Johnson segir að Pútín hafi hótað honum símleiðis

Fréttir
30.01.2023

Í nýrri heimildarmynd frá BBC segir Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hafi hótað að skjóta flugskeyti á hann. Segir Johnson að Pútín hafi hótað þessu í símtali þeirra skömmu áður en Pútín skipaði her sínum að ráðast inn í Úkraínu aðfaranótt 24. febrúar á síðasta ári. „Hann ógnaði mér á ákveðinn hátt á einum tímapunkti og sagði: „Boris, ég vil ekki meiða þig Lesa meira

Segja að Rússar hefji hugsanlega stórsókn í febrúar eða mars

Segja að Rússar hefji hugsanlega stórsókn í febrúar eða mars

Fréttir
30.01.2023

Það er hugsanlegt að her Vladímír Pútíns hefji stórsókn í Úkraínu í febrúar eða mars. Þetta hefur Bloomberg eftir heimildarmönnum, bæði innanbúðarmönnum og ráðgjöfum í Kreml. Þessar upplýsingar styðja við það sem Úkraínumenn, NATO og ýmsir sérfræðingar hafa sagt að undanförnu um væntanlega stórsókn Rússa. Ef sóknin hefst innan næstu 4 til 8 vikna þá verður það líklega áður en Úkraínumenn fá þá Lesa meira

Nýjar upplýsingar um dauða rússnesks olígarka – „Brunnið lík skýrir ekki frá leyndarmálum“

Nýjar upplýsingar um dauða rússnesks olígarka – „Brunnið lík skýrir ekki frá leyndarmálum“

Fréttir
26.01.2023

Það vakti heimsathygli þegar rússneski milljarðamæringurinn og olígarkinn Pavel Antov lést óvænt um jólin. Hann var þá í fríi á Indlandi. Hann datt út af svölum á aðfangadagskvöld, aðeins tveimur dögum eftir að ferðafélagi hans og vinur, Vladimir Bidenov, fannst látinn á hótelherbergi þeirra. Það þótti grunsamlegt að mennirnir létust með svo skömmu millibili og ekki dró það úr grunsemdum Lesa meira

Enn virðist evrópskum vinum Rússlands fækka – „Í okkar augum eru Krím og Donbas úkraínsk“

Enn virðist evrópskum vinum Rússlands fækka – „Í okkar augum eru Krím og Donbas úkraínsk“

Fréttir
23.01.2023

Það þarf ekki marga fingur þessa dagana til að telja þau Evrópuríki sem teljast vinir eða bandamenn Rússlands. Nú er ekki annað að sjá en að það sé hægt að fækka þeim fingrum, sem eru notaðir við þessa talningu, um einn því að undanförnu hefur Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, tekið afstöðu gegn Rússlandi og innrásinni í Úkraínu. Lesa meira

Margt bendir til að brestir séu komnir í samband Pútíns og „Kokksins“

Margt bendir til að brestir séu komnir í samband Pútíns og „Kokksins“

Fréttir
23.01.2023

Hann er þekktur sem „Kokkur Pútíns“ og einn nánasti bandamaður forsetans. En nú bendir margt til að brestir séu komnir í samband þeirra félaganna. Að minnsta kosti virðist sem Pútín sé í auknum mæli farinn að taka afstöðu með andstæðingum „Kokksins“ en það er Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagner-hópsins sem er málaliðafyrirtæki sem berst með rússneska hernum í Úkraínu. Bandaríska hugveitan Lesa meira

Óttast að landið þeirra verði næsta skotmark Pútíns

Óttast að landið þeirra verði næsta skotmark Pútíns

Fréttir
22.01.2023

Í einu minnsta og fátækasta ríki Evrópu hafa landsmenn varann á sér því þeir óttast að landið sé næsta skotmark Pútíns. Þetta er Moldóva sem á landamæri að Úkraínu. Moldóva fékk stöðu umsóknarríkis að ESB á síðasta ári. Ríkisstjórn landsins er hliðholl Vesturlöndum og hefur áhyggjur af fyrirætlunum Pútíns. „Spurningin er ekki hvort það verður ný sókn Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af