fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Margt bendir til að brestir séu komnir í samband Pútíns og „Kokksins“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 07:02

Útlitið er ekki bjart fyrir Yevgeni Prigozhin Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er þekktur sem „Kokkur Pútíns“ og einn nánasti bandamaður forsetans. En nú bendir margt til að brestir séu komnir í samband þeirra félaganna.

Að minnsta kosti virðist sem Pútín sé í auknum mæli farinn að taka afstöðu með andstæðingum „Kokksins“ en það er Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagner-hópsins sem er málaliðafyrirtæki sem berst með rússneska hernum í Úkraínu.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir í nýlegri greiningu að það að Pútín taki í auknum mæli afstöðu með andstæðingum Prigozhin sé líklega hluti af aðgerðum sem miða að því að draga úr áhrifum hans í Rússlandi.

ISW byggir þetta mat sitt til dæmis á því að í síðustu viku fundaði Pútín með Alesandr Beglov, héraðsstjóra í St Pétursborg, sem er einn mest áberandi andstæðingur Prigozhin. Þetta var í fyrsta sinn síðan í mars á síðasta ári sem Pútín og Beglov hittust. Meðal fundarefnis þeirra í síðustu viku var að ræða hlutverk St Pétursborgar í stríðsrekstri Rússa í Úkraínu.

ISW segir að samband Prigozhin og Beglov sé sagt mjög slæmt og mikil spenna er sögð ríkja á milli þeirra. Meðal annars er Prigozhin sagður hafa hrundið mikilli áróðursherferð af stað þar sem þingmenn eru hvattir til að setja Beglov af sem héraðsstjóra og saksóknarar hafi verið hvattir til að rannsaka hvort hann hafi gerst sekur um föðurlandssvik fyrir að hafa ekki stutt nægilega vel við stríðsreksturinn.

Prigozhin er einnig sagður hafa haldið því fram að Beglov hafi á meðvitaðan hátt hindrað tilraunir Wagner-hópsins til að afla sér nýrra liðsmanna.

ISW segir að fundur Pútíns með Beglov um viðræður þeirra um framlag Beglov til stríðsrekstrarins gangi þvert gegn tilraunum Prigozhin til að reyna að sýnast Beglov æðri og þar með ná yfirráðum yfir St Pétursborg.

ISW bendir einnig á að þegar Pútín skipaði Aleksandr Lapin nýlega sem yfirmann rússneska landhersins hafi hann gert það þrátt fyrir að Lapin hafi verið harðlega gagnrýndur af „Silovikin“ en Prigozhin er áhrifamikill innan „Silovikin“.  „Silovikin“ er meðal annars notað yfir valdamenn í innsta hring, þar á meðal í leyniþjónustunni og hernum.

Pútín hefur að sögn ISW einnig bætt í opinbera orðræðu um að það hafi aðeins verið rússneskar hersveitir sem náðu bænum Soledar í Donetsk á vald Rússa og vísar þar með á bug fullyrðingum Prigozhin um að Wagnerliðar hafi tryggt Rússum sigur í orustunni um bæinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“