fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025

Óflokkað

Furðulega gamaldags hugmynd

Furðulega gamaldags hugmynd

Eyjan
28.09.2015

Það verður að segjast eins og er að það er furðulega gamaldags hugmynd að fara fram á það, á tíma þegar hefðbundnir fjölmiðlar eiga mjög í vök að verjast, að allt sjónvarpsefni verði textað á íslensku. Erlent fjölmiðlaefni streymir inn í landið á internetinu og vitund þjóðarinnar er galopin fyrir því, í gegnum efnisveitur eins Lesa meira

Ný evrópsk smáríki – í skjóli ESB

Ný evrópsk smáríki – í skjóli ESB

Eyjan
28.09.2015

Við gætum brátt farið að upplifa balkanísasjón Evrópu þegar Katalónía klýfur sig frá Spáni og Skotland frá Bretlandi. Evrópskum smáríkjum mun fjölga. Sumpart er þetta vond þróun – síðustu ár hefur mikið verið kvartað undan því að sjálfstæðishreyfing Katalóníu hafi tekið á sig ógeðfelldar myndir. Þeir íbúar héraðsins sem skirrast við að nota katalónsku verða Lesa meira

Vestur-íslenskum frambjóðanda fórnað á altari hræsninnar

Vestur-íslenskum frambjóðanda fórnað á altari hræsninnar

Eyjan
26.09.2015

Það er víðar en á Íslandi að stjórnmálin eru smáskítleg – og ekki hafa samskiptamiðlarnir bætt úr. Kanadamaðurinn Stefán Jónasson er af íslenskum ættum, hann hefur verið prestur í kirkju Únítara og ritstjóri Lögbergs/Heimskringlu. Stefán kom fram í einum af Vesturfaraþáttum mínum. Stefán var í framboði fyrir New Democratic Party fyrir þingkosningarnar sem fara fram Lesa meira

Laugavegur á áttunda áratugnum

Laugavegur á áttunda áratugnum

Eyjan
26.09.2015

Hér eru tvær myndir af nokkuð mörgum sem voru settar inn á vefinn Gamlar ljósmyndir – af Ólafi Ólafssyni. Þær eru greinilega frá því á 8. áratugnum. Þessar tvær myndir eru báðar af Laugaveginum. Á þeim má greina borgarbrag sem er ansi mikið öðruvísi en nú er. Fyrri myndin sýnir verslunina Adam sem var þarna Lesa meira

Skarpari línur í borgarstjórn – eða kannski ekki?

Skarpari línur í borgarstjórn – eða kannski ekki?

Eyjan
25.09.2015

Eftir viku þar sem allt fór upp í háaloft í borgarstjórninni í Reykjavík vegna deilu sem er sífelld uppspretta óstöðugleika í alþjóðastjórnmálum, er allt í einu komið upp annað mál innan veggja borgarstjórnarinnar sem telja má pólitískt. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, Áslaug Friðriksdóttir, sem margir hafa talið að hallaðist jafnvel fremur til vinstri innan flokksins, er í Lesa meira

Páfi gegn dauðarefsingum og vopnasölu, en líka gegn fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigrðra

Páfi gegn dauðarefsingum og vopnasölu, en líka gegn fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigrðra

Eyjan
25.09.2015

Margir fagna ræðu páfans í Bandaríkjaþingi. Hann talaði gegn dauðarefsingum, styrjöldum, vopnasölu, slæmri meðferð á innflytjendum, fangelsiskerfinu í Bandaríkjunum, fátækt og misskiptingu. Hljómar ansi vel, viðeigandi orð á þessum stað. Það má sjá að hinn kaþólski leiðtogi Repúblikana í þinginu, John Boehner, brynnti músum undir ræðu páfa, það er spurning hvort hann var svona hrærður Lesa meira

Werner Herzog myndar handrit eldklerks

Werner Herzog myndar handrit eldklerks

Eyjan
24.09.2015

Einhvern tíma hefði maður orðið starstruck yfir þessu og yrði sjálfsagt enn. Þessi mynd birtist á Facebook-síðu Landsbókasafns og sýnir Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur landsbókavörð ásamt þýska kvikmyndaleikstjóranum Werner Herzog. Herzog var ein helsta kvikmyndahetja unglingsára minna og fram á fullorðinsár. Kvikmyndir eins og Kaspar Hauser, Glerhjartað, Aguirre, Woyzeck, Fitzcarraldo voru sýndar hér og nutu mikilla Lesa meira

Opið bréf til Dags frá Mik Magnusson

Opið bréf til Dags frá Mik Magnusson

Eyjan
24.09.2015

Mik Magnússon er íslenskur ríkisborgari af skoskum ættum. Hann var fréttamaður á Íslandi, bæði fyrir Ríkisútvarpið og BBC, meðal annars á tíma þorskastríða, en síðan fór hann til starfa hjá Sameinuðu þjóðunum og var víða við friðargæslu. Mik nýtur mikillar virðingar fyrir störf sín, en fyrir nokkrum árum kom út á íslensku ævisaga hans sem Lesa meira

Ekki ný braggahverfi

Ekki ný braggahverfi

Eyjan
24.09.2015

Það er rætt um leiðir til að bæta úr húsnæðisskorti, þá sérstaklega vöntun á húsnæði fyrir ungt fólk. Í því er tvennt sem þarf að varast umfram allt. Annars vegar að ekki myndist svæði þar sem ríkir félagsleg einsleitni, þar sem safnast saman efnalítið fólk, innflytjendur, fólk sem þiggur félagsaðstoð á einum bletti. Hins  vegar Lesa meira

Góða fólkið og nasistar í borgarstjórn

Góða fólkið og nasistar í borgarstjórn

Eyjan
23.09.2015

Núorðið eru borgar-og bæjarmál afskaplega lítið pólitísk. Það var dálítið öðruvísi hér í Reykjavík á árum áður þegar borgin var kjarninn í valda- og aðstöðukerfi Sjálfstæðisflokksins og síðan um tíma eftir að R-listinn vann borgina og var þá einhvers konar forskrift að sameiningu vinstri afla (sem á endanum mistókst). En málefni borga- og bæja snúast Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af