„Ég mæli alltaf með henni við útlendinga, svo þeir skilji eitthvað í okkur“
FókusSkúli Sigurðsson, rithöfundur og lögfræðingur, kom með látum inn í bókmenntaheiminn með frumraun sinni, Stóra bróður, árið 2022. Bókin hlaut Blóðdropann, Íslensku glæpasagnaverðlaunin og var tilnefnd til Storytel-verðlaunanna sem besta glæpasagan og Glerlykilsins. Maðurinn frá São Paulo, sem kom út ári síðar, var einnig tilnefnd til Blóðdropans. Sjónvarpsþáttaröð byggð á Stóra bróður er í vinnslu Lesa meira
„Þetta þjónar allt þeim tilgangi að þjálfa tilfinningalífið á öruggan hátt“
FókusLilja Sigurðardóttir rithöfundur sendir sína tólftu bók, ∀lfa, frá sér þann 16. október. Með bókinni kveður við nýjan tón, þar sem Lilja er þekkt fyrir glæpasögur sínar, og sú nýjasta er glæpasaga sem fyrr en að þessu sinni gerist hún í nálægri framtíð og myndi flokkast sem ,,grounded Sci—fi” (jarðbundinn vísindaskáldskapur). Kvikmyndaréttur að þríleik Lilju, Lesa meira
Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
FókusBókin Hyldýpi er fjórða bók rithöfundarins og lögmannsins Kára Valtýssonar. Bókin fjallar um Dögg Marteinsdóttur, ungan lækni sem starfar hjá Læknum án landamæra í Súdan. Hún verður náin Sarah, samstarfskonu sinni og kofafélaga, sem er ungur og frakkur læknir frá Brooklyn í New York, og takast þær á við hörmungarnar í flóttamannabúðunum þar sem þær Lesa meira
Það vex á mér vömbin og spikið!
FókusÚt er komin bókin Jóna – atkvæði og ambögur eftir Jón Ingvar Jónsson, sem lést langt fyrir aldur fram árið 2022. Vinur hans og skólabróðir, Simon Jón Jóhannsson, hafði með ritstjórnina að gera og hann segir svo um skáldið: „Jón Ingvar lék sér alla tíð með orð, var hnyttinn og hafði gaman af því að Lesa meira
„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“
FókusSólveig Pálsdóttir, rithöfundur og leikkona, er lesandi DV. Fyrsta bók Sólveigar kom út árið 2012, þegar hún var 52 ára. Bækurnar eru orðnar átta, þar af sjö glæpasögur. Níunda bókin, glæpasagan Ísbirnir, kemur út í lok október hjá Sölku. Sólveig hlaut Blóðdropann, glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags, árið 2020 fyrir Fjötra. Nokkrar bóka hennar hafa komið Lesa meira
„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“
FókusGunnar Alexander Ólafsson, hagfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum, er lesandi DV. Gunnar hefur um langt skeið deilt með vinum sínum á Facebook bókunum sem hann les og gefið þeim einkunn. Í starfi sínu hjá ÖBÍ sér Gunnar um hagfræðilegar greiningar og vinnur eftir hagfræðilegri nálgun á viðfangsefni sem falla undir áherslur bandalagsins. Til dæmis hvað viðkemur Lesa meira
„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla
FókusAndlegar áskoranir eru eitthvað sem við tökumst öll á við í lífinu. Þær eru miserfiðar og miklar, sumar vara örstutt og aðrar virðast aldrei ætla að yfirgefa okkur. Sumar náum við að tækla ein og óstutt, við aðrar þurfum við aðstoð og leitum okkur aðstoðar eða fáum hana jafnvel óbeðin, aðrar eru svo yfirþyrmandi að Lesa meira
„Þessi saga nístir mann auðvitað inn að beini“
FókusSverrir Norland er svo sannarlega maður margra hatta. Sverrir er rithöfundur, þýðandi og eigandi bókaútgáfunnar AM forlag, hann er einnig fyrirlesari og einn þeirra sem standa að baki bókmenntahátíðinni Iceland Noir, sem fer fram í tólfta sinn í nóvember í Reykjavík. Sverrir hefur haldið úti hlaðvarpinu Bókahúsið, verið bókagagnrýnandi í Kiljunni og stjórnað þættinum Upp Lesa meira
„Ég píndi krakkana mína til að lesa Laxness“
FókusSteingerður Steinarsdóttir, ritstjóri Lifðu núna, og rit- og kynningarstjóri Samhjálpar, stígur á stokk sem fyrsti lesandi DV í vetur. Steingerður er mikill bókaelskandi og lestrarhestur, og hefur í mörg ár skrifað um bækur, rithöfunda og sögupersónur í störfum sínum sem blaðamaður og ritstjóri. Steingerður er með BA-próf í ensku og fjölmiðlafræði, diplóma i hagnýtri fjölmiðlun Lesa meira
Mýkt er kærkomin haustbyrjun fyrir prjónaunnendur
FókusMýkt, glæsileg prjónabók, inniheldur 22 uppskriftir að sígildum kvenflíkum; opnum og heilum peysum, ermalausum toppum, húfum, sjölum, sokkum og handstúkum. Falleg kaðlamynstur og gataprjón einkenna hönnunina og hvarvetna er hugsað út í fínleg smáatriði. Flestar uppskriftanna bjóða upp á fjölbreyttar stærðir auk þess sem verkefnin í bókinni henta bæði byrjendum og lengra komnum. Sari Nordlund Lesa meira
