Yfirmaður öryggisþjónustu Ísrael segir heimsbyggðinni að skipta sér ekki af
FréttirRonen Bar er forstjóri Shin Bet sem er ein af leyniþjónustustofnunum Ísrael og sér m.a. um njósnir innanlands og á herteknu svæðunum. Hlutverk Shin Bet er einkum að fylgjast með og tryggja öryggi innanlands í Ísrael. Bar skrifaði Antonio Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, langt bréf í síðasta mánuði. Í bréfinu segir Bar að Ísrael ætli Lesa meira
Ísraelskir borgarar segja frá hvernig var að vera gíslar Hamas – „Ég svaf ekki í 49 daga“
FréttirÞeir ísraelsku borgarar sem voru teknir í gíslingu Hamas-samtakanna þann 7. október síðastliðinn en hefur nú verið sleppt hafa sumir hverjir sagt sögu sína. Þeir greina meðal annars frá hungri, litlum svefni og gríðarlegum ótta. Sum líktu gíslingunni við helvíti. Skynews greinir frá þessu. Myndbönd með frásögnum fólksins voru spiluð á mótmælafundi í Tel Aviv Lesa meira
Öryggisgæsla hert eftir uppákomuna á föstudag – Fulltrúar erlendra ríkja undrandi
FréttirBúast má við því að öryggisgæsla á samkomum líkt og fram fór á föstudag í Veröld, húsi Vigdísar, verði hert eftir að mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra. Morgunblaðið greinir frá því í dag að meiri öryggisgæsla verði þannig viðhöfð á samkomu til minningar um helförina en til stóð. Morgunblaðið ræddi við fulltrúa erlends ríkis sem Lesa meira
Ole Anton Bieltvedt skrifar: Nú er Elon Musk tekinn í bakaríið af Gyðingasamfélaginu í USA
EyjanÍ síðasta mánuði birti ég hér grein um það, hvernig helztu listasöfn í London, Berlín, París og New York felldu fyrirvaralaust niður löngu fastsettar sýningar kínverska listamannsins Ai Weiwei – sem er sennilega einn merkasti og virtasti listamaður og hugsuður samtímans, líka einarður baráttumaður fyrir mannréttindum og málfrelsi, aktivisti fyrir betri heimi – en hann hafði Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Vestræn heimild til þjóðarmorðs
EyjanFastir pennarGasaströndin er helvíti á jörðu. Gereyðingarstefna ísraelskra stjórnvalda á þessu þéttbýlasta svæði heims gerir það að verkum að saklausir borgarar eru stráfelldir, innikróaðir í rústum og húsaleifum, þar á meðal þúsundir barna á þúsundir ofan. Einu gildir þótt almennir íbúar Gasa eigi enga sök á glæpaverkum Hamasliða, sem ber auðvitað að fordæma eins og önnur Lesa meira
Safnast hratt á undirskriftalista til stuðnings Sameer og Yazan – „Illska að ætla að ræna þeim mannréttindum af börnum“
FréttirRúmlega fimm þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista til stuðnings palestínsku drengjunum Sameer og Yazan. Íslensk stjórnvöld hafa hafnað hælisumsókn þeirra og til stendur að vísa þeim úr landi. „Við skorum á íslensk stjórnvöld að veita palestínskum flóttamönnum sem hafa dvalið hér á Íslandi um árabil alþjóðlega vernd af mannúðarástæðum vegna stöðunnar í heimalandinu,“ segir í Lesa meira
Veittust að listakonu vegna veggmyndar – „Hamas drepur fólk! Reyndu að skilja það bjáninn þinn!“
FréttirMyndband sem sýnir harkaleg samskipti listakonu og tveggja vegfarenda við Skólavörðustíg í Reykjavík vegna vegglistaverks til stuðnings Palestínu hefur farið eins og eldur í sinu um netið. Listakonan tók upp samskiptin þegar fólkið vatt sér upp að henni. „Veistu hvað gerðist þarna fyrir 7. október?“ spyr listakonan í upphafi myndbandsins og á þá við innrás Lesa meira
Birgir segir börn víst hafa verið afhöfðuð
FréttirÍ aðsendri grein á Vísi sem birt var fyrr í dag svarar Birgir Þórarinsson alþingismaður fullyrðingum fólks um að hann hafi ekki sagt satt þegar hann hafi fullyrt að í ferð sinni til Ísrael og Palestínu hafi hann séð myndbönd, úr búkmyndavélum Hamas-liða, af börnum sem voru afhöfðuð í árás Hamas á Ísrael, 7. október Lesa meira
Ísrael og Hamas semja um tímabundið vopnahlé
FréttirFjölmiðlar víða um heim greina nú í morgunsárið frá því að samkomulag hafi náðst um tímabundið vopnahlé í stríðsátökunum milli Ísrael og Hamas-samtakanna. Í fréttum BBC kemur fram að innan sólarhrings verði tilkynnt formlega um fjögurra daga vopnahlé. Á meðan á því stendur mun Hamas láta 50 gísla lausa og á sama tíma mun Ísrael Lesa meira
Kristinn fékk undarlegt símtal frá lögreglunni í gær: „En þú ert nú engu að síður að hringa í mig. Frá embætti lögreglunnar?”
FréttirKristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir frá undarlegu símtali sem hann fékk frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Kristinn er staddur í London og segir hann frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Löggan hringdi í mig hingað til London í gær, ekki Scotland Yard heldur lögreglan á íslenska höfuðborgarsvæðinu. Líklegast hefur upphringjandinn haldið að ég færi í hnút yfir símtalinu svo Lesa meira