fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Ísraelar drápu hátt settan liðsmann Hezbollah – „Það mun allt loga núna“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. janúar 2024 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa staðfest að Wissam Tawil, hátt settur herforingi í Radwan-hersveit samtakanna, hafi fallið í loftárás Ísraelshers á bílalest í suðurhluta landsins í morgun.

Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu og vísar í yfirlýsingu frá Hezbollah.

„Þetta er mjög sársaukafullt. Það mun allt loga núna,“ segir heimildarmaður BBC.

Hezbollah-samtökin hétu hefndum eftir að Ísraelsmenn drápu hátt settan liðsmann Hamas, Saleh al-Aruri, í loftárás í Beirút í síðustu viku.

Líklegt verður að teljast að árás Ísraelshers í morgun verði ekki látin óátalin og muni virka sem olía á eldinn í samskiptum Ísraelsmanna við Hezbollah og ekki síður stjórnvöld í Íran sem eru bandamenn Hezbollah og Hamas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd