Vonast til að hleypa Grindvíkingum heim í stutta stund
FréttirNóttin var tíðindalítil í Grindavík miðað við undanfarna daga. Vonast yfirvöld almannavarna til þess að geta hleypt íbúum inn á svæðið í stutta stund til að geta sótt nauðsynjar. Samkvæmt RÚV bárust nýjustu gögn til Veðurstofunnar klukkan 2:00 í nótt og von er á nákvæmari gögnum gervihnatta síðar í dag. Fundur til að meta stöðuna Lesa meira
Vegagerðin birtir myndir af alvarlegum skemmdum vega í og við Grindavík
FréttirAllir vegir til Grindavíkur eru lokaðir og umferð um þá óheimil, eins og kemur fram í færslu Vegagerðarinnar. Vegirnir verða lokaðir þar til Almannavarnir telja öruggt að opna fyrir umferð, hvort heldur er takmarkaða umferð eða alla umferð. Það verður ekki í dag eða nótt. „Það er ekki að ástæðulausu sem það er lokað, ekki Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Við erum öll Grindvíkingar
EyjanFastir pennarÁ stundum lánast Íslendingum að halda aftur af vanalegu tuði og orðahnippingum hver í annars garð og standa saman. Og vera sem ein þjóð, staðföst og trú þeim gildum að mannúð og hjálpsemi eru hafin yfir allan vafa. Við réttum hvert öðru hjálparhönd þegar á þarf að halda. Það er ekki skoðun. Það er ekki Lesa meira
Lýst yfir hættustigi – „Ég finn til með þeim sem komast ekki í burtu, þetta er hryllingur“ – UPPFÆRÐ FRÉTT
FréttirSigurður Óli Hjörleifsson hefur yfirgefið Grindavík ásamt fjölskyldu sinni vegna jarðskjálftahrinunnar og yfirvofandi eldgoss. Rætt er við Sigurð hér neðar í uppfærðri fréttinni. Almannavarnir hafa fært sig á hættustig úr óvissustigi og fluglitakóði Veðurstofunnar hefur verið færður á appelsínugult. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við Vísir.is að allt bendi til að Lesa meira
Grindvíkingar halda upplýsingafund vegna jarðhræringa
FréttirUpplýsingafundur fyrir íbúa Grindavíkur verður haldinn í dag í íþróttamiðstöðinni kl. 17.00. Tilefni fundarins eru jarðhræringar norðvestan við fjallið Þorbjörn. Dagskrá fundarins er eftirfarandi samkvæmt heimasíðu Grindavíkurbæjar. Frummælendur: – Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum – Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og jarðhniks hjá Veðurstofu Íslands – Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Lesa meira
Brotist inn í tölvukerfi Grindavíkurbæjar – Þrjótar nýttu sér bilaðan netbeini
FréttirBæjarstjórn Grindavíkurbæjar mun ræða um hertar netvarnir á fundi í dag eftir að brotist var inn í tölvukerfið. Ekki er vitað hvað netþrjótarnir vildu. Innbrotið uppgötvaðist fyrir rúmlega viku síðan af starfsmönnum upplýsingafyrirtækisins Þekkingar sem sjá um tölvumálin fyrir bæinn. Sáu þeir ummerki um innbrot og gerðu þeir bæjarstjórn samstundis viðvart. Tölvuþrjótar höfðu nýtt sér Lesa meira
Miklir peningar í húfi í stóru faðernismáli í Grindavík – Útgerðarmaðurinn dó í Tælandi
FréttirFaðernismálið þar sem krafist var DNA prófs af tólf ára dreng snýst að stærstum hlut um umtalsverðar fjárhæðir í dánarbúi. Sá sem lést var fyrrverandi útgerðarmaður í Grindavík. Á miðvikudag greindi DV frá málarekstrinum sem tvö börn látins manns úr fyrra hjónabandi, sonur og dóttir, háðu gegn ekkju föður síns. Ekkjan var þriðja eiginkona mannsins, var nokkuð Lesa meira
Íbúar Grindavíkur flokka ekki sorp til einskis
FréttirBorið hefur á því í umræðum á Facebook meðal íbúa í Grindavík að þeir segjast hafa orðið vitni að því að sorpi sem þeir hafa samviskusamlega flokkað sé öllu blandað saman þegar þegar því er sturtað í sorpbíla þegar verktakar á vegum Grindavíkurbæjar hafa komið til að hirða sorpið. DV leitaði til Atla Geirs Júlíussonar, Lesa meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokks reynir fyrir sér á nýjum vettvangi – „How Do You Like Iceland?
FókusGrindavík, tæplega 3600 manna bæjarfélag á Suðurnesjum, hefur mátt þola margt síðastliðin ár. Heimsfaraldur kórónuveiru lét bæjarbúa ekki afskipta frekar enn aðra landsmenn, því til viðbótar gátu bæjarbúar lagt bílnum og látið hvern jarðskjálftann á fætur öðrum hrista sig til vinnu og verslunarferða, svo fremi sem samgöngutakmarkanir og tveggja metra reglur leyfðu. Að lokum fór Lesa meira
Þorvaldur telur líklegast að það gjósi við Fagradalsfjall
FréttirAð mati Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, þá er langlíklegast að það muni gjósa við Fagradalsfjall en ekki sé hægt að útiloka að það gjósi við Svartsengi eða þar nærri. Hann segir ekki líkur á að eldgos á Reykjanesi muni ógna mannslífum en hugsanlegt sé að innviðir verði fyrir tjóni. Það þarf að hefja undirbúning undir gos Lesa meira