Danir fá þriðja skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni
PressanMagnus Heunicke, heilbrigðisráðherra Danmerkur, tilkynnti á mánudaginn að Dönum verði boðinn þriðji skammturinn af bóluefni gegn kórónuveirunni á næstu mánuðum. Ekki liggur fyrir hvenær byrjað verður að gefa þriðja skammtinn, svokallaðan örvunarskammt, en á næstu dögum á að ljúka við að bólusetja alla þá sem vilja á annað borð láta bólusetja sig. Þeim sem snýst síðar Lesa meira
Ákært vegna morðsins á Freyju – Krefst þyngstu mögulegu refsingar og sviptingu erfðaréttar
FréttirFreyja Egilsdóttir var myrt á hrottalegan hátt á heimili sínu í Malling á Jótlandi í Danmörku þann 29. janúar síðastliðinn. Fyrrum sambýlismaður hennar, Flemming Mogensen, tilkynnti lögreglunni um hvarf hennar þann 2. febrúar. Hann sagði að Freyja hefði ekki skilað sér heim eftir kvöldvakt á hjúkrunarheimilinu sem hún starfaði á. Grunur lögreglunnar beindist strax að Flemming og var Lesa meira
Neitar bólusettu fólki um gistingu – „Ég þekki fólk sem finnur fyrir aukaverkunum við að vera of nálægt bólusettu fólki“
Pressan„Ég þekki fólk sem finnur fyrir aukaverkunum við að vera of nálægt bólusettu fólki,“ segir Mianne Søndergaard sem rekur lítinn gististað á Suður-Jótlandi í Danmörku. Hún meinar bólusettu fólki að gista hjá sér. JydskeVestkysten skýrði frá þessu nýlega. Í samtali við BT sagðist hún meina bólusettu fólki að gista á gistiheimilinu þar sem hún væri sjálf slæm til heilsunnar og það Lesa meira
Sífellt fleiri dönsk börn smitast af kórónuveirunni
PressanDeltaafbrigði kórónuveirunnar veldur því að börn smitast auðveldar en áður og merki þess sjást í nýjustu tölum danskra heilbrigðisyfirvalda yfir smit í Danmörku. Nú eru börn og ungmenni, yngri en 19 ára, um 41% smitaðra. Ekstra Bladet hefur eftir Viggo Andreasen, lektor í stærðfræðilegri faraldsfræði við Hróarskelduháskóla, að þetta sé vegna Deltaafbrigðisins sem sé mun Lesa meira
Ákærður fyrir morðið á Freyju Egilsdóttur
FréttirDanskir saksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Flemming Mogensen fyrir að hafa myrt Freyju Egilsdóttur Mogensen þann 29. janúar í ár í Malling á Jótlandi. Flemming er ákærður fyrir að hafa kyrkt Freyju og að hafa síðan hlutað lík hennar í sundur og reynt að fela líkamshlutana í húsi hennar og garði. Þetta var ekki í fyrsta sinn Lesa meira
Danskir lífeyrissjóðir gagnrýna laun stjórnenda í atvinnulífinu – „Bara af því að það er mikið af peningum á maður ekki að taka þá alla“
PressanTveir af stærstu fjárfestum Danmerkur, lífeyrissjóðirnir LD Fonde og AkademikerPension, telja að laun æðstu stjórnenda fyrirtækja, sem eru skráð á hlutabréfamarkaði, séu ekki nægilega gegnsæ og að bónusar þeirra séu alltof háir. Segja má að þessir stóru fjárfestar hafi nú hrundið af stað atlögu að háum launagreiðslum til stjórnenda fyrirtækja í Danmörku. Fulltrúar sjóðanna hafa á þessu ári greitt atkvæði gegn Lesa meira
Danska lögreglan hefur lagt hald á 430 bíla á fjórum mánuðum – Ný lög um brjálæðisakstur
PressanÞann 31. mars síðastliðinn tóku breytingar á dönsku umferðarlögunum gildi. Lögreglunni var þá gert kleift að leggja hald á ökutæki þeirra sem eru grunaðir um það sem kalla má brjálæðisakstur á íslensku. Síðan þá hefur lögreglan lagt hald á 428 ökutæki. Lögreglan leggur hald á ökutækin og síðan fara saksóknarar fram á það fyrir dómi Lesa meira
Danskur þingmaður vill snúa aftur úr veikindaleyfi en flokkur hans vill ekki sjá hann
EyjanDanski þingmaðurinn Naser Khader segist vera búinn að jafna sig af veikindum og sé reiðubúinn til að snúa aftur til starfa en hann hefur verið í veikindaleyfi síðan í apríl. En flokkur hans, Det Konservative Folkeparti (Íhaldsflokkurinn), vill ekki fá hann aftur, að sinni. Khader fór í veikindaleyfi í kjölfar ásakana um að hann hefði haft í hótunum við fólk sem gagnrýndi hann Lesa meira
Danir gáfu Úkraínu 500.000 bóluefnaskammta
PressanDönsk stjórnvöld sendu nýlega 500.000 skammta af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni til Úkraínu og er um gjöf að ræða. Bóluefni AstraZeneca er ekki hluti af bólusetningaáætlun danskra heilbrigðisyfirvalda. „Við erum dönskum vinum okkar þakklát fyrir stuðning þeirra við að sigrast á þessari alheims áskorun,“ skrifaði Volodymyr Zelenskij, forseti Úkraínu, á Twitter. Ole Egberg Mikkelsen, sendiherra Dana í Úkraínu, sagði í samtali við Jótlandspóstinn Lesa meira
Hasssmyglarar plataðir upp úr skónum – Aðrir glæpamenn sviku þá illilega
PressanMeðlimir í dönsku smyglgengi, sem er talið hafa smyglað um einu tonni af hassi til Svíþjóðar, voru plataðir illilega af kaupanda í Svíþjóð sem keypti að minnsta kosti 30 kíló. Tveir sendlar smyglgengisins afhentu Svíunum hassið í Svíþjóð og fengu greiðslu upp á 1,1 milljón sænskra króna fyrir. En síðar kom í ljós að þeir Lesa meira