fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Pressan

Danir greiddu Bretum fyrir að taka við afgönskum túlkum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. september 2021 22:30

Frá Afganistan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

23 afganskir túlkar sem störfuðu fyrir Dani í Afganistan hafa fengið dvalarleyfi í Bretlandi. Þar til í júní greiddu Danir Bretum fyrir að taka á móti 23 túlkum sem störfuðu fyrir danska herinn í Afganistan.

Berlingske skýrir frá þessu. Umsóknum 12 um vegabréfsáritun til Danmerkur hafði verið hafnað og 11 vildu komast til Bretlands frekar en Danmerkur. Þar til í júní höfðu aðeins 5 afganskir túlkar fengið hæli í Danmörku en 139 höfðu sótt um hæli.

Poul Hauch Fenger, lögmaður og sérfræðingur í málefnum hælisleitenda og fyrrum starfsmaður Mannréttindastofnunar SÞ, sagði í samtali við Berlingske að hann hafi aldrei áður séð fyrirkomulag sem þetta. Danir hafi greitt fyrir að losna við lagalega ábyrgð á túlkunum með því að greiða Bretum fyrir að taka við þeim.

Ekki hafa fengist upplýsingar um hversu mikið Danir greiddu Bretum. Berlingske segir að upphæðin hafi verið reiknuð út frá hvað það kostaði Breta að fara yfir skjöl túlkanna og flytja þá frá Afganistan auk kostnaðar við aðlögun þeirra að bresku samfélagi og félagslegar bætur til þeirra næstu fimm árin.

Túlkarnir unnu fyrir danska herinn í Afganistan en voru ráðnir til starfsins af Bretum. Þeir klæddust þó dönskum einkennisfatnaði og sumir fengu laun sín greidd beint frá umsjónarmanni túlkamála danska hersins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Morð á ungum kennara vekur úlfúð – Myrt er hún var á heimleið úr vinnunni

Morð á ungum kennara vekur úlfúð – Myrt er hún var á heimleið úr vinnunni
Pressan
Í gær

Notuðu dróna til að smygla byssu inn í fangelsi

Notuðu dróna til að smygla byssu inn í fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ítalir færast skrefi nær því að lögleiða hass

Ítalir færast skrefi nær því að lögleiða hass
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sænski sóttvarnalæknirinn telur að ferðatakmarkanir muni verða í gildi í Svíþjóð í mörg ár

Sænski sóttvarnalæknirinn telur að ferðatakmarkanir muni verða í gildi í Svíþjóð í mörg ár