fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Covid-19

Læknar telja að næsti stóri vandinn í heilbrigðismálum sé skammt undan – Tengist COVID-19

Læknar telja að næsti stóri vandinn í heilbrigðismálum sé skammt undan – Tengist COVID-19

Pressan
14.07.2021

Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að nú erum við í miðjum alheimsvanda hvað varðar heilbrigðismál vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Margt bendir til að næsta stóra vandamálið, tengt heilbrigðismálum, sé skammt undan og tengist COVID-19. Í grein í vísindaritinu The New England Journal of Medicine segja tveir bandarískir læknar, þeir Steven Philips og Michelle A. Williams, að eftirköst COVID-19 smita séu næsta stóra heilbrigðisvandamálið á heimsvísu. Williams er deildarforseti Lesa meira

Tvær lyfjaverksmiðjur fá leyfi til að framleiða bóluefni Pfizer gegn COVID-19

Tvær lyfjaverksmiðjur fá leyfi til að framleiða bóluefni Pfizer gegn COVID-19

Pressan
23.06.2021

Tvær lyfjaverksmiðjur, annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Sviss, fengu í gær leyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar, EMA, til að framleiða bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni. Önnur verksmiðjan er í Reinbek í Þýskalandi en hin er í Stein í Sviss. Þýska lyfjafyrirtækið Allergopharma á verksmiðjuna í Reinbek og Novartis þá í Stein. Verksmiðjurnar munu annast mismunandi hluta af framleiðsluferlinu. EMA reiknar með að verksmiðjurnar muni leggja Lesa meira

COVID-19 hneyksli skekur Svíþjóð – Tóku 100.000 sýni en sendu þau ekki í rannsókn

COVID-19 hneyksli skekur Svíþjóð – Tóku 100.000 sýni en sendu þau ekki í rannsókn

Pressan
21.06.2021

Sænska lögreglan rannsakar nú það sem talið er vera umfangsmikið svindl með COVID-19 sýnatökur. Grunur leikur á að fyrirtæki eitt hafi tekið 100.000 sýni og rukkað 1.500 sænskar krónur fyrir hvert þeirra en það svarar til rúmlega 21.000 íslenskra króna. En sýnin voru aldrei send í rannsókn og þeir sem sýnin voru tekin úr fengu þau Lesa meira

Nýtt bóluefni gegn COVID-19 sýnir 90% virkni

Nýtt bóluefni gegn COVID-19 sýnir 90% virkni

Pressan
16.06.2021

Bandaríska lyfjafyrirtækið Novavax reiknar með að sækja um markaðsleyfi fyrir bóluefni fyrirtækisins gegn COVID-19 í september. Fyrirtækið segir að bóluefnið sýni mjög góða virkni og veiti einnig góða vernd gegn nýjum afbrigðum veirunnar. Það stefnir því í að enn bætist í vopnabúr okkar gegn kórónuveirunni sem hefur herjað á heimsbyggðina síðan snemma árs 2020. Þetta Lesa meira

Handahófskenndur útdráttur í bólusetningar

Handahófskenndur útdráttur í bólusetningar

Fréttir
31.05.2021

Í vikunni verður byrjað að boða fólk handahófskennt í bólusetningu gegn kórónuveirunni. En áður en byrjað verður á því verður reynt að tæma alla forgangslista en nokkur þúsund manns eru eftir á þeim listum. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að þeir sem eru Lesa meira

100 ára gamalt bóluefni virðist virka gegn kórónuveirunni

100 ára gamalt bóluefni virðist virka gegn kórónuveirunni

Pressan
31.05.2021

Nú standa yfir rannsóknir um allan  heim á bóluefni gegn berklum en svo virðist sem þetta 100 ára gamla bóluefni virki gegn kórónuveirunni og veiti vernd gegn COVID-19. Bóluefnið heitir Calmette og var þróað gegn berklum fyrir um 100 árum og er enn notað. Rannsóknir hafa sýnt að bóluefnið veitir 68% vernd gegn COVID-19 sem er meiri Lesa meira

Hér eru mestu líkurnar á að alvarlega veikir COVID-19 sjúklingar deyi

Hér eru mestu líkurnar á að alvarlega veikir COVID-19 sjúklingar deyi

Pressan
30.05.2021

Ef maður er alvarlega veikur af COVID-19 eru verstu löndin til að vera í, í Afríku. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC um nýja rannsókn sem hefur verið birt í hinu viðurkennda læknariti The Lancet. „Dánartíðnin er miklu hærri í Afríku en annars staðar í heiminum vegna skorts á nauðsynjum,“ er haft eftir Bruce Biccard, prófessor við háskólann í Cape Town í Suður-Afríku. Hann sagði Lesa meira

Mörg hundruð dularfull kórónuveirudauðsföll brasilískra barna

Mörg hundruð dularfull kórónuveirudauðsföll brasilískra barna

Pressan
28.05.2021

Að minnsta kosti 832 brasilísk börn, yngri en fimm ára, hafa látist af völdum kórónuveirunnar síðan heimsfaraldurinn braust út. Sérfræðingar telja að fjöldin geti verið allt að þrefalt meiri. Þegar dóttir Ariani Roque Marinheiro veiktist og fékk háan hita hafði hún miklar áhyggjur af hvort hún væri með kórónuveiruna. Læknir fullvissaði hana um að börn fengju næstum aldrei alvarleg Lesa meira

Rannsaka undarleg áhrif COVID-19 – Tungan bólgnar mikið upp

Rannsaka undarleg áhrif COVID-19 – Tungan bólgnar mikið upp

Pressan
26.05.2021

Á læknamáli kallast þetta makroglossi en einkennið veldur því að tungur sjúklinga bólgna svo mikið upp að þeir geta hvorki borðað né talað. Þetta er einn af fylgifiskum COVID-19 sjúkdómsins en þó ákaflega sjaldgæft. Vísindamenn reyna nú að komast að hvað veldur þessu. James Melville, skurðlæknir við University of Texas Health Science Center, segist vita um níu svona tilfelli hjá bandarískum COVID-19 sjúklingum. Allir þurftu þeir Lesa meira

Sérþjálfaðir hundar geta fundið COVID-19 í 94% tilfella

Sérþjálfaðir hundar geta fundið COVID-19 í 94% tilfella

Pressan
25.05.2021

Hundar, sem hafa verið þjálfaðir til að finna lyktina sem fylgir COVID-19, geta fundið smitað fólk í 95% tilfella. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Það voru vísindamenn hjá London School of Hygiene & Tropical Medicine og Durham University sem gerðu rannsóknina í samstarfi við góðgerðasamtökin Medical Detection Dogs. 3.500 lyktarsýni, sem almenningur og heilbrigðisstarfsfólk hafði gefið, voru notuð við rannsóknina. Hundarnir fundu þau sýni, sem voru frá fólki sem var Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af