Liz Truss boðar til óvenjulegs fundar í kvöld – Gæti reynst örlagaríkur
EyjanÓvenjulegur fundur fer fram í kvöld hjá bresku ríkisstjórninni. Liz Truss hefur boðað ríkisstjórn sína til fundar í kvöld en mjög óvenjulegt er að ríkisstjórnin fundi á mánudögum. Truss hefur gegnt embætti forsætisráðherra í sex vikur en óhætt er að segja að sá tími hafi verið ansi stormasamur. Henni tókst að valda hruni á fjármálamörkuðum og kolfella gengi pundsins með Lesa meira
Rafmagnsskömmtun hugsanleg í Bretlandi í vetur – Forsætisráðherrann stendur í vegi fyrir einfaldri lausn
EyjanÞað stefnir í nýtt óveður í kringum Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, því af hugmyndafræðilegum ástæðum kemur hún í veg fyrir að gripið verði til lausnar sem getur komið í veg fyrir að grípa þurfi til rafmagnsskömmtunar í vetur. Yfirvöld hafa sagt að í versta falli þurfi að loka fyrir rafmagnið í þrjár klukkustundir í einu ef málin Lesa meira
Breskt herskip sent í Norðursjó
FréttirBretar hafa sent herskip í Norðursjóinn til að vinna með norska sjóhernum við gæslu og til að „róa þá sem vinna við gasleiðslurnar“ og koma í veg fyrir árásir á þær. Er þetta gert í kjölfar skemmdarverkanna á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í Eystrasalti fyrir skömmu. Sky News skýrir frá þessu. Dönsk og sænsk herskip eru nú í Lesa meira
Skrifaði Liz Truss sjálf undir brottrekstur sinn?
EyjanÁ þeim mánuði sem er liðinn síðan Liz Truss tók við embætti forsætisráðherra í Bretlandi hefur hún tilkynnt um skattalækkanir upp á 45 milljarða punda, þar á meðal er afnám hæsta skattþrepsins, og þar með kastað fjármálamörkuðum út í ringulreið. Breski seðlabankinn þurfti að grípa inn í á fjármálamörkuðum í síðustu viku til að koma Lesa meira
Fundu vatn í loftsteini sem lenti í Bretlandi
PressanÍ febrúar síðastliðnum lenti loftsteinn í innkeyrslu húss í Winschcombe í Gloucestershire í Bretlandi. Talið er að hann geti veitt vísbendingar um hvaðan vatnið á jörðinni kom. Sky News segir að rannsóknir hafi leitt í ljós að 12% af loftsteininum sé vatn. Hann veitir því mikilvægar upplýsingar um hvernig vatn barst til jarðarinnar. Ashley King, hjá breska náttúrufræðisafninu, sagði að loftsteinninn sé Lesa meira
Starfsfólk hirðarinnar fékk óvænt bréf þegar minningarathöfn um Elísabetu II stóð yfir – „Allir eru brjálaðir“
PressanÞað var auðvitað löngu vitað að þegar Elísabet II andaðist myndi elsti sonur hennar, Karl, taka við embætti þjóðhöfðingja. Það var einmitt það sem gerðist í síðustu viku þegar drottningin lést, Karl tók við og varð Karl III. Síðustu daga hefur stemmningin hjá starfsfólki hans ekki verið sérstaklega góð, eiginlega langt frá því. Ástæðan er að starfsfólk í Clarence House, Lesa meira
Þetta eru helstu breytingarnar sem verða í kjölfar andláts Elísabetar II
FréttirÞað er margt sem breytist í Bretlandi og víðar nú þegar Elísabet II er horfin á vit feðra sinna. Andlát hennar hefur án efa mikil áhrif á bresku þjóðina. Flestir landsmenn þekkja ekkert annað en að þjóðhöfðinginn heiti Elísabet. Í 70 ár var hún þjóðhöfðingi og naut almennt mikilla vinsælda meðal þegna sinna. Karl, elsti sonur Elísabetar, Lesa meira
Í gærmorgun sögðu læknar að Elísabet II ætti aðeins nokkrar klukkustundir ólifaðar – Aðeins Karl og Anna náðu til hennar áður en hún lést
FréttirMeðlimir bresku konungsfjölskyldunnar flýttu sér til Balmoral í Skotlandi í gær eftir að læknar Elísabetar II drottningar höfðu sagt að hún ætti aðeins nokkrar klukkustundir ólifaðar. Aðeins Karl sonur hennar, nú Karl III konungur, og Anna, dóttir hennar, náðu til Balmoral áður en drottningin lést. Þau voru bæði stödd í Skotlandi þegar fréttir bárust af alvarlegu ástandi drottningarinnar. Daily Mail skýrir frá þessu og segir Lesa meira
Vilja ekki fá fleiri kynlífsömmur til landsins
PressanMikil fátækt og ódýrar pakkaferðir hafa gert Gambíu, sem er í vestanverðri Afríku, að vinsælum áfangastað fyrir breskar konur sem eru í leit að kynlífi. Nú vilja gambísk yfirvöld stöðva þetta og segja að þessir „kynlífsferðamenn“ fæli aðra ferðamenn frá landinu. Þessi þróun, að konur sæki til Gambíu í leit að kynlífi, hefur átt sér Lesa meira
„Þetta er stærra en heimsfaraldurinn“
Pressan„Þetta verður mjög, mjög slæmt fyrir fjölda fólks. Þetta er stærra en heimsfaraldurinn, þetta er mikil krísa.“ Þetta sagði Keith Anderson, forstjóri skoska orkufyrirtækisins Scottish Power, þegar hann ræddi síhækkandi raforkuverð í Bretlandi í sjónvarpi. STV og CNN skýra frá þessu. Þrátt fyrir að Bretar hafi yfirgefið Evrópusambandið þá halda þeir fast í sömu stefnu og sambandið um að draga úr gaskaupum Lesa meira