Slæmar horfur í Bandaríkjunum varðandi heimsfaraldurinn
PressanFjöldi þeirra sem hafa látist af völdum kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, í Bandaríkjunum færist óðfluga nær 200.000. Enn er óljóst hvenær bóluefni gegn veirunni kemur á markað en á meðan rífast stjórnmálamenn um bóluefni og hvort og þá hvenær þau verða aðgengileg. Dánartíðni, miðað við fjölda íbúa, er nú hærri í Bandaríkjunum en í Frakklandi og Lesa meira
Rússar, Kínverjar og Íranar gera tölvuárásir á kosningaframboð Biden og Trump
PressanRússneskir tölvuþrjótar hafa reynt að brjótast inn í tölvukerfi 200 bandaríska samtaka sem tengjast forseta- og þingkosningunum í haust. Auk þeirra hafa kínverskir og íranskir tölvuþrjótar reynt að brjótast inn í tölvukerfin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Microsoft sendi frá sér í gær. „Þær aðgerðir, sem við skýrum frá í dag, sýna greinilega að erlendir hópar Lesa meira
Miklir eldar í Oregon – Nánast eins og dómsdagur
PressanGríðarlegir skógareldar herja nú á Oregon og Washington í Bandaríkjunum. Myndir frá bæði Oregon og norðurhluta Kaliforníu líkjast því helst að dómsdagur sé runninn upp. Gervihnattamyndir af norðvesturhluta Oregon sýna hversu miklir eldarnir eru. Rúmlega 3.000 slökkviliðsmenn berjast við eldana í ríkinu en þeir eru að minnsta kosti 48. Talið er að sumir þeirra séu Lesa meira
Bandaríkjamenn hamstra skotvopn sem aldrei fyrr
PressanSmith & Wesson er einn stærsti og þekktasti skotvopnaframleiðandinn í Bandaríkjunum og óhætt er að segja að vel gangi hjá fyrirtækinu þessi misserin. Á öðrum ársfjórðungi rúmlega tvöfaldaðist velta fyrirtækisins miðað við sama tíma í fyrra. Veltan á öðrum ársfjórðungi var 230 milljónir dollara sem er 141% aukning frá sama tíma í fyrra. Financial Times hefur eftir Mark Smith, forstjóra Smith & Wesson, að mikil Lesa meira
Segir að Trump sé ekki að grínast – Hann vilji vera einvaldur í Bandaríkjunum
PressanMichael Cohen, fyrrum lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, var í viðtali við CNN á miðvikudagskvöldið. Hann sagði þá að Trump væri ekki að grínast þegar hann viðraði hugmyndir um að reyna að sitja lengur á forsetastóli en tvö kjörtímabil. „Donald Trump telur að hann eigi að vera stjórnandinn – einvaldur í Bandaríkjunum. Hann horfir til þess að breyta stjórnarskránni. Þegar Donald Trump grínast með 12 ár til Lesa meira
COVID-19 er helsta dánarorsök bandarískra lögreglumanna á árinu
PressanÞað sem af er ári hafa fleiri bandarískir lögreglumenn látist af völdum COVID-19 en af öðrum orsökum, þar með talið þeir sem hafa fallið við skyldustörf. CNN skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram á vefsíðunni Officer Down Memorial Page (ODMP). Það er sjálfseignarstofnun sem stendur að baki vefsíðunni og fylgist með hversu margir lögreglumenn láta lífið við skyldustörf. Að Lesa meira
Miklir eldar í Oregon – Mörg hundruð hús brenna
PressanSkógareldar á vesturströnd Bandaríkjanna hafa eyðilagt mörg hundruð heimili í Oregon. 12 ára piltur og amma hans létust í eldum sunnan við Portland, stærstu borg ríkisins, móðir piltsins er í lífshættu. Kate Brown, ríkisstjóri, óttast að eldarnir geti orðið þeir verstu í sögu ríkisins hvað varðar manntjón og tjón á fasteignum. Hún hefur ekki farið nákvæmlega Lesa meira
Neyðarástand í Las Vegas – Skortur á klinki
PressanÞað má segja að neyðarástand ríki í spilavítum í Las Vegas. Ástæðan er að vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur magn smámyntar í umferð snarminnkað. Þetta hefur áhrif á spilavítin sem gera mikið út á spilakassa sem þarf að nota klink í. Hér í Evrópu erum við vön að geta greitt með kortum næstum hvar sem er en Lesa meira
„Heimurinn gæti líkst því sem hann var árið 1900“
PressanDeilur Bandaríkjanna og Kína eru alvarleg ógn við efnahag heimsins að mati Robert Zoellick, fyrrum forseta Alþjóðabankans og aðalsamningamanns Bandaríkjanna á sviði utanríkismála. „Heimurinn gæti líkst því sem hann var árið 1900, þar sem stórveldin áttu í harðri samkeppni og það gekk ekki svo vel,“ sagði hann í samtali við BBC Asia Business Report. Hann benti á að viðskiptastríð Lesa meira
Klámstjarna grunuð um morð
PressanBandaríska klámstjarnan Aubrey Gold hefur verið handtekin, grunuð um aðild að morðinu á 51 árs unnusta hennar, Raul Guillens. Hann hvarf frá heimili sínu í Alabama. Áður en hann hvarf er hann sagður hafa hringt í fyrrum eiginkonu sína og sagst vera í vanda og þarfnaðist peninga. The Sun skýrir frá þessu. Tveimur vikum síðar fannst lík hans í gröf í Graceville í Flórída. Það Lesa meira