fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025

bandaríkin

Bandaríkin skila tugum fornmuna til Kambódíu

Bandaríkin skila tugum fornmuna til Kambódíu

Pressan
20.08.2022

Bandaríkin skiluðu nýlega 30 fornmunum, sem var stolið frá sögufrægum stöðum, til Kambódíu. Meðal þessara muna eru brons og stein styttur tengdar búddisma og hindúsima. Þær eru rúmlega 1.000 ára gamlar. The Guardian segir að fornleifasvæði í Kambódíu, þar á meðal Koh Ker sem var höfuðborg hins forna Khmer veldis, hafi orðið fyrir miklum þjófnaði þegar borgarastyrjaldir geisuðu í landinu frá sjöunda áratugnum Lesa meira

Kissinger segir að Bandaríkin séu á „barmi stríðs gegn Rússlandi og Kína“

Kissinger segir að Bandaríkin séu á „barmi stríðs gegn Rússlandi og Kína“

Fréttir
15.08.2022

Henry Kissinger, sem var utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Richard Nixon, segir að Bandaríkin séu á „barmi stríðs gegn Rússlandi og Kína“ og segir að bandarískir leiðtogar eigi í vandræðum með að „marka pólitíska stefnu sína“. Þetta kemur fram í viðtali The Wall Street Journal við hann. Þar segir Kissinger, sem er orðinn 99 ára, að bandarískir stjórnmálamenn eigi í erfiðleikum með að Lesa meira

Dæmdur fyrir hatursglæp – Sakaði asíska fjölskyldu um að standa á bak við heimsfaraldurinn

Dæmdur fyrir hatursglæp – Sakaði asíska fjölskyldu um að standa á bak við heimsfaraldurinn

Pressan
10.08.2022

Jose Gomez III, sem er 21 árs, var nýlega dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir hatursglæp. Hann sá hjón með þrjú lítil börn í Midland í Texas. Fjölskyldan á rætur að rekja til Mjanmar. Gomez hélt að fólkið væri frá Kína. Hann elti fjölskylduna inn í verslun þar sem hann greip nokkra eldhúshnífa úr hillunum og réðst síðan á fjölskylduna með þá Lesa meira

Rússneskur rafmyntabarón fór í sumarfrí – Það voru mistök

Rússneskur rafmyntabarón fór í sumarfrí – Það voru mistök

Pressan
10.08.2022

Í síðustu viku var Aleksandr Vinnik, rússneskur rafmyntabarón, framseldur frá Grikklandi til Bandaríkjanna. Þá hafið verið unnið að framsali hans í rúmlega fimm ár. Hann er ákærður fyrir að hvítþvegið rúmlega fjóra milljarða dollara. Þetta er ekki eitthvað hornsíli sem Bandaríkjamenn fengu framselt þarna, Vinnik er sannkallaður stórlax, ekki síst í ljósi þeirrar miklu spennu sem ríkir á milli Bandaríkjanna Lesa meira

Frumvarp um fríverslunarsamning við Ísland lagt fyrir Bandaríkjaþing – Ráðherrar fagna

Frumvarp um fríverslunarsamning við Ísland lagt fyrir Bandaríkjaþing – Ráðherrar fagna

Eyjan
09.08.2022

Frumvarp hefur verið lagt fram á Bandaríkjaþingi um breyttar áherslur á Norðurslóðum. Meðal annars er kveðið á um gerð fríverslunarsamnings við Ísland. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, fagna frumvarpinu. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Katrínu að íslensk stjórnvöld hafi lengi þrýst á gerð fríverslunarsamnings á milli ríkjanna og Lesa meira

Þetta er síðasta myndin af henni – Nú er líkið fundið

Þetta er síðasta myndin af henni – Nú er líkið fundið

Pressan
02.08.2022

Dularfullt hvarf Christina Powell þann 5. júlí hefur valdið ættingjum hennar og lögreglunni heilabrotum. Ekki dró úr heilabrotunum á mánudag í síðustu viku þegar lík hennar fannst í bifreið hennar sem hafði staðið við verslunarmiðstöð í San Antonio í eina viku. Það var öryggisvörður sem fann líkið síðdegis á mánudaginn á bílastæði Huebner Oaks Center sem er aðeins nokkra kílómetra frá heimili hennar í San Antonio. Lesa meira

Sagði hann þetta í alvöru? „Enginn vill barna þig ef þú líkist þumalfingri“

Sagði hann þetta í alvöru? „Enginn vill barna þig ef þú líkist þumalfingri“

Pressan
28.07.2022

Repúblikaninn Matt Gaetz er þekktur fyrir umdeild ummæli og aðgerðir og ummæli sem hann lét falla á laugardaginn bæta enn í safn umdeildra ummæla hans. Hann flutti þá ræðu á ráðstefnu í Tampa í Flórída og ræddi um mótmæli ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna um að afnema alríkisreglur sem tryggðu konum aðgang að þungunarrofi um öll Bandaríkin. Fól rétturinn einstökum ríkjum Lesa meira

Stór skógareldur í Yosemite nálgast þjóðgarðinn

Stór skógareldur í Yosemite nálgast þjóðgarðinn

Pressan
25.07.2022

Stór skógareldur, sem hefur fengið nafnið „Oak Fire“ nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn í Kaliforníu. Eldurinn hefur færst mjög í aukana og stækkað og stækkað og er nú orðinn einn stærsti skógareldurinn sem upp hefur komið í heiminum það sem af er þessu ári. Eldurinn kom upp á föstudaginn og enn hefur ekki tekist að ná tökum á honum. Lesa meira

Hernaðarsérfræðingur segir Rússa hafa gert fern stór mistök – „Þetta er stórslys hjá Rússum“

Hernaðarsérfræðingur segir Rússa hafa gert fern stór mistök – „Þetta er stórslys hjá Rússum“

Fréttir
15.07.2022

Nýlega lýstu Rússar yfir sigri í orustunni um Luhansk í Úkraínu og hafa nú beint sjónum sínum að Donetsk en næsta markmið þeirra er að leggja héraðið undir sig. Ef þeim tekst það hafa þeir náð öllu Donbas á sitt vald en Luhansk og Donetsk eru oft kölluð Donbas. En það að þeir hafi náð Luhansk á sitt vald þýðir ekki að hægt sé að segja þá vera Lesa meira

Bandaríkin undirbúa óhefðbundinn stríðsrekstur gegn Rússum

Bandaríkin undirbúa óhefðbundinn stríðsrekstur gegn Rússum

Eyjan
15.01.2022

Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, hefur undanfarið unnið að undirbúningi óhefðbundinnar áætlunar til að aðstoða Úkraínu í átökum við Rússland en óttast er að Rússar muni ráðast inn í Úkraínu á næstunni. En ef þeir láta verða af því standa þeir frammi fyrir blóðugum átökum sem munu væntanlega verða þeim dýrkeypt. Samkvæmt frétt New York Times þá hyggst Pentagon láta hart mæta hörðu ef Rússar ráðast Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af