Kyrktar og „pakkað saman“ – Morðinginn náðist 32 árum síðar
PressanFyrst voru þær keflaðar og andlit þeirra hulin. Síðan voru þær kyrktar og þeim „pakkað saman“. Svona enduðu líf fimm kvenna fyrir 32 árum í St. Louis í Bandaríkjunum. Þær urðu fórnarlömb blóðþyrsts raðmorðingja. Lögreglunni tókst nýlega að hafa uppi á honum. Í umfjöllun People Magazine kemur fram að það hafi verið lífsýni sem komu lögreglunni á spor morðingjans. Lesa meira
Mikil aukning á fjölda bóka sem eru bannaðar í bandarískum skólum
PressanÁ síðasta ári bönnuðu skólaumdæmi í 32 ríkjum Bandaríkjanna 1.648 einstaka bókartitla í skólum. Í heildina var bann lagt við rúmlega 2.500 bókum í bandarískum skólum á síðasta ári en sumir titlana eru bannaðir í fleiri en einu skólaumdæmi. The Guardian skýrir frá þessu og segir mjög hafi hert á þessari þróun á síðustu árum. Í mörgum af þeim Lesa meira
Biden lýsir yfir endalokum kórónuveirufaraldursins
PressanCOVID-19 veldur enn vanda en faraldrinum er lokið í Bandaríkjunum. Þetta sagði Joe Biden, forseti, í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum á CBS sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi. Hann sagði að COVID-19 valdi enn vandræðum og enn séu mörg verkefni tengd veirunni en faraldrinum sé lokið. „Þið hafið kannski tekið eftir að enginn notar andlitsgrímu. Allir virðast vera í góðu formi svo ég held að þetta Lesa meira
Biden segir að Bandaríkin muni verja Taívan gegn kínverskri árás
PressanBandaríkin eru reiðubúin til að verja Taívan ef svo fer að Kínverjar ráðist á eyríkið. Þetta sagði Joe Biden, Bandaríkjaforseti, í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum í gærkvöldi. Hann sagði að ef brölt Kínverja endi með að þeir ráðast á Taívan þá séu Bandaríkin reiðubúin til að verja Taívan. Það er svo sem ekki nýtt að Biden Lesa meira
Bandaríkin senda flugskeyti, jarðsprengjur og skotfæri til Úkraínu
FréttirBandaríkin senda Úkraínumönnum enn einn skammtinn af vopnum til að nota í stríðinu gegn Rússum. Joe Biden, forseti, tilkynnti þetta í nótt að íslenskum tíma. Nú verða send vopn og búnaður að verðmæti 600 milljóna dollara. Meðal annars er um langdræg Himars-flugskeyti að ræða en Úkraínumenn hafa áður fengið þau og hafa notað með mjög góðum árangri gegn Lesa meira
Bandaríkin hraða aðstoð við Evrópu vegna gasskorts
FréttirHiminhátt gasverð í Evrópu fer ekki fram hjá ráðamönnum í Bandaríkjunum og nú vinna nánustu efnahagsráðgjafar Joe Biden, forseta, að áætlanagerð um hvernig sé hægt að koma Evrópu í gegnum gaskrísuna. Ein af áætlununum er mjög áhugaverð út frá evrópskum sjónarhóli. Hún gengur út á að bandaríkjastjórn vill fá bandaríska framleiðendur til að auka útflutning á fljótandi gasi til Evrópu. Washington Post skýrir frá þessu. Lesa meira
Grunaður barnamorðingi handtekinn eftir sex mánuði á flótta
PressanÁ laugardaginn var Dhante Jackson, 34 ára, handtekinn af lögreglunni í San Francisco eftir sex mánuði á flótta. Hann er grunaður um að hafa myrt Sophia Mason, átta ára. New York Post segir að hann eigi ákæru fyrir morð og ofbeldi gagnvart barni yfir höfði sér. Fyrrum unnusta hans og móðir Sophia, Samantha Johnson, var handtekin fyrr á árinu grunuð um morð. Hún hefur neitað sök. Joe Perz, Lesa meira
Ætla að taka fanga af lífi með köfnunarefni
PressanEftir nokkrar vikur er stefnt að því að taka Alan Eugene Miller af lífi í Alabama í Bandaríkjunum með köfnunarefni. Það er heimilt að nota köfnunarefni við aftökur í þremur ríkjum landsins en aðferðin hefur aldrei verið notuð. Gríma verður sett yfir andlit hins dauðadæmda og köfnunarefni dælt inn í hana í stað súrefnis. James Houts, saksóknari, segir að mjög líklegt Lesa meira
Dæmdur í 99 ára fangelsi – Myrti skólabróður sinn
PressanNýlega var Erick Almandiger, 22 ára, dæmdur í 99 ára fangelsi fyrir að hafa rænt og myrt skólabróður sinn, David Grunwal, 2016. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu í Alaska. Í henni segir að Almandiger hafi ásamt þremur vinum sínum ítrekað lamið Grunwald með skammbyssu og hafi síðan læst hann inni á salerni. Því næst óku þeir með hann í bílnum Lesa meira
Óttast að borgarastyrjöld brjótist út
FréttirRúmlega 40% Bandaríkjamanna telja hugsanlegt að borgarastyrjöld brjótist út í landinu á næstu tíu árum. Sérfræðingar segja þetta „ógnvekjandi“ og óttast pólitískt ofbeldi og óeirðir. Ekki er langt síðan að Lindsey Graham, öldungardeildarþingmaður úr röðum Repúblikana, sagði að ef Donald Trump, fyrrum forseti, verði ákærður í kjölfar húsleitar alríkislögreglunnar FBI á heimili hans í Mar-a-Lago verði óeirðir á götum úti. Þetta óttast margir Lesa meira
