fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Afganistan

Breskir hermenn bera ábyrgð á dauða 289 Afgana

Breskir hermenn bera ábyrgð á dauða 289 Afgana

Pressan
02.10.2021

Frá 2006 til 2013 urðu breskir hermenn að minnsta kosti 89 börnum og 200 fullorðnum Afgönum að bana í stríðinu í Afganistan. Allt voru þetta almennir borgarar. Að meðaltali greiddu Bretar 2.380 pund í bætur fyrir hvert þessara mannslífa en það svarar til um 420.000 íslenskra króna. Tölurnar eru fengnar úr opinberum miskabótaskrám varnarmálaráðuneytisins sem samtökin Action on Armed Violence (AOAV) fengu Lesa meira

Lögðu hald á 3 tonn af heróíni frá Afganistan

Lögðu hald á 3 tonn af heróíni frá Afganistan

Pressan
22.09.2021

Indverska lögreglan lagði nýlega hald á þrjú tonn af heróíni frá Afganistan. Tveir Indverjar voru handteknir vegna málsins. Söluverðmæti heróínsins er talið vera sem nemur um 350 milljörðum íslenskra króna. The Guardian segir að heróínið hafi verið geymt í tveimur gámum á Mundra hafnarsvæðinu í vesturhluta Indlands. Samkvæmt farmskrá átti að vera talk í gámunum. Lesa meira

Segir að Talibanar geri það í Panjshir sem allir óttuðust að þeir myndu gera

Segir að Talibanar geri það í Panjshir sem allir óttuðust að þeir myndu gera

Pressan
15.09.2021

Þegar Talibanar tóku völdin í Afganistan sögðu þeir að valdatakan myndi ekki hafa blóðsúthellingar í för með sér. En ýmislegt hefur orðið til að sá efasemdarfræjum hvað þetta varðar, meðal annars morðið á barnshafandi lögreglukonu sem CNN skýrði frá. BBC segir að Talibanar hafi drepið að minnsta kosti 20 óbreytta borgara í Panjshirdalnum. Miðillinn er Lesa meira

Illa gengur að koma afgönskum flóttamönnum hingað til lands

Illa gengur að koma afgönskum flóttamönnum hingað til lands

Eyjan
14.09.2021

Í síðasta mánuði tilkynnti ríkisstjórnin að tekið yrði við allt að 120 afgönskum flóttamönnum. Það gengur illa að koma þeim hingað til lands og er ástæðan fyrir því skortur á flugferðum frá Kabúl en þær eru af skornum skammti eftir brotthvarf erlenda herliðsins frá landinu. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að neyðarflug erlendra ríkisstjórna Lesa meira

Grikkir biðja ESB um stuðning til að verjast ágangi afganskra flóttamanna

Grikkir biðja ESB um stuðning til að verjast ágangi afganskra flóttamanna

Pressan
13.09.2021

Gríska ríkisstjórnin segir að ESB eigi að taka þátt í kostnaði við gæslu á landamærum Grikklands við Tyrkland en Grikkir óttast mikinn straum afganskra flóttamanna að landamærunum. Nýlega var lokið við uppsetningu 27 kílómetra langrar girðingar til viðbótar við 13 kílómetra girðingu sem var fyrir á landamærunum. Gaddavír er efst á girðingunni og rafrænn búnaður Lesa meira

Valdataka Talibana setur Pútín í erfiða stöðu í Mið-Asíu

Valdataka Talibana setur Pútín í erfiða stöðu í Mið-Asíu

Pressan
11.09.2021

Það er enginn vafi á að valdataka Talibana í Afganistan færði Rússum stóran sigur í almannatengslamálum en aukinn óstöðugleiki í Mið-Asíu er hins vegar ákveðinn höfuðverkur fyrir Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og ráðgjafa hans. Á meðan Bandaríkin og vestrænir bandamenn þeirra voru í sviðsljósi heimspressunnar á meðan óskipulögð og niðurlægjandi brottflutningur herliðs og almennra borgara frá Kabúl stóð yfir Lesa meira

Danir greiddu Bretum fyrir að taka við afgönskum túlkum

Danir greiddu Bretum fyrir að taka við afgönskum túlkum

Pressan
09.09.2021

23 afganskir túlkar sem störfuðu fyrir Dani í Afganistan hafa fengið dvalarleyfi í Bretlandi. Þar til í júní greiddu Danir Bretum fyrir að taka á móti 23 túlkum sem störfuðu fyrir danska herinn í Afganistan. Berlingske skýrir frá þessu. Umsóknum 12 um vegabréfsáritun til Danmerkur hafði verið hafnað og 11 vildu komast til Bretlands frekar Lesa meira

Bandarískir öfgahægrimenn dást að valdatöku Talibana í Afganistan

Bandarískir öfgahægrimenn dást að valdatöku Talibana í Afganistan

Pressan
06.09.2021

Talibanar hafa tekið völdin í Afganistan í kjölfar brotthvarfs herliðs Vesturlanda undir forystu Bandaríkjanna. Valdataka þeirra hefur valdið miklum áhyggjum víða um heim en meðal ákveðinna hópa bandaríska öfgahægrimanna er henni fagnað. Á spjallsíðum hvítra öfgahægrimanna í Bandaríkjunum er valdatökunni fagnað að sögn CNN. Notendur þessara síða eru oft fólk sem telur hvítt fólk öðrum kynþáttum æðra. CNN segir Lesa meira

Biden boðar nýja tíma í utanríkismálum Bandaríkjanna í kjölfar brotthvarfsins frá Afganistan

Biden boðar nýja tíma í utanríkismálum Bandaríkjanna í kjölfar brotthvarfsins frá Afganistan

Eyjan
01.09.2021

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi, tæpum sólarhring eftir að síðasti bandaríski hermaðurinn yfirgaf Afganistan. Hann sagðist taka fulla ábyrgð á blóðugu og á köflum óskipulögðu brotthvarfi hersins frá Afganistan og sagði að brotthvarfið eigi að marka nýja tíma í utanríkisstefnu Bandaríkjanna þar sem minna verði treyst á hernaðarmátt. Biden fagnaði brottflutningi 124.000 óbreyttra borgara Lesa meira

Hann var síðasti bandaríski hermaðurinn til að yfirgefa Afganistan

Hann var síðasti bandaríski hermaðurinn til að yfirgefa Afganistan

Pressan
31.08.2021

Bandaríski herinn lauk brottflutningi sínum frá flugvellinum í Kabúl í Afganistan í gærkvöldi. Chris Donahue liðsmaður 82. fallhlífasveitar var síðasti bandaríski hermaðurinn til að yfirgefa Kabúl þegar hann gekk um borð í C-17 flutningavél. Bandaríska varnarmálaráðuneytið birti meðfylgjandi mynd af honum á leið inn í flugvélina. Með brotthvarfi Bandaríkjahers er 20 ára veru hans í landinu lokið. Rúmlega 2.400 Bandaríkjamenn féllu í átökum í Afganistan Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af