Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið. Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.
Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem og erlendis á árinu 2023.
Valur og Tindastóll mættust í einvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta annað árið í röð í vor og í þetta sinn vann Tindastóll.
„Ég er ekki mikill körfuboltaáhugamaður en þetta er á topp 4-5 yfir íþróttaviðburði á Íslandi. Þetta var biluð stemning. Hvernig þessi leikur var líka, maður fékk allt fyrir peninginn. Sjá svo Auðunn Blöndal gráta á öxlinni á Huga Halldórssyni eftir leik, það var fallegt,“ sagði Hörður léttur.
Hrafnkell tók til máls.
„Það var rosalegt að upplifa þetta. Það er kannski smá sorgleg þróun í körfunni að það séu fjórir útlendingar að byrja inn á og einn Íslendingur. En maður sér miklu meiri gæði en áður.“
Umræðan í heild er í spilaranum.