fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Játaði ást sína á Messi að honum viðstöddum – „Þú veist hversu mikið ég elska þig Leo“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 21:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joan Laporta var í dag staðfestur sem næsti forseti spænska félagins Barcelona. Að því tilefni var haldinn viðburður þar sem hann var vígður inn í embættið.

Meðal þeirra sem voru viðstaddir athöfnina voru leikmenn og starfslið Barcelona og að sjálfsögðu stjörnuleikmaður liðsins Lionel Messi.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Messi í Barcelona en það verður eitt af forgangsmálum Laporta að fá Messi til að framlengja dvöl sína hjá Börsungum.

Laporta hélt ræðu í dag að Messi viðstöddum og undirstrikaði það hversu hrifinn hann væri af honum sem leikmanni. Laporta ætlar að reyna sitt besta í að sannfæra leikmanninn.

„Ég mun gera allt til þess að reyna sannfæra Messi um að vera áfram. Við munum reyna það vegna þess að hann er besti leikmaður í heimi og fyrirgefðu mér fyrir að segja þér þetta fyrir framan alla hér,“ sagði Laporta og beindi orðum sínum að Messi, „Þú veist hversu mikið ég elska þig Leo og hversu mikið við viljum að þú verðir áfram,“ sagði Joan Laporta, forseti Barcelona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vond tíðindi af Orra – „Var eiginlega lengra frá því en síðast“

Vond tíðindi af Orra – „Var eiginlega lengra frá því en síðast“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“