fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025

Silungsveiðin víða mjög góð

Gunnar Bender
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laxveiðin er allt í lagi en aftur á móti hefur silungsveiðin víða verið mjög góð og veiðimenn verið að fá flotta veiði. Hraunsfjöðurinn hefur verið frábær og mokveiði á köflum, mest allt bleikjur.

,,Við vorum í Hítarvatni á Mýrum  og fengum flotta veiði, vatnsstaðan í vatninu er flott þessa dagana og fiskurinn í tökustuði, fékk bæði bleikjur og urriðar, sæmilega fiska,“ sagði veiðimaður sem var í vatninu fyrir skömmu og veiddi vel.

Þeir félagarnir Jóhann Örn Guðmundsson og Kári Hrafn Kristjánsson voru í góðra vina hópi við Apavatn. Vatnið hefur verið að gefa ágætlega það sem af er sumri og hópur veiðimanna fengið flotta urriða.

,,Við fengum átta fiska, allt urriða,“ sagði einn aðstoðarmaðurinn við veiðiskapinn við  Apavatn,  Ingvar Bender,  um veiðiskapinn við vatnið.

 

Mynd. Jóhann Örn Guðmundsson og Kári Rafn Kristjánsson með flotta fiska úr vatninu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar