fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025

Frábært að fá að hnýta flugur í skólanum

Gunnar Bender
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt skemmtilegra en að standa við vatnsbakka, kasta flugu sem maður hefur sjálfur hnýtt og setja í fisk. Þetta segja alla vega krakkarnir í Vogaskóla sem kláruðu nýlega valgrein í fluguhnýtingum.

Krakkarnir sögðu fyrstu tímana ekki hafa verið neitt sérlega skemmtilega enda fátt sem gerðist annað en að vefja tvinna utan um öngul og læra að hnýta einhvern „endahnút“. En eftir þetta byrjaði fjörið. Krakkarnir hnýttu flestir þekktar silungaflugur eftir uppskrift en sumir létu líka sköpunargáfuna bara ráða för eins og sést hér á myndunum (strákarnir sem þekkjast hafa gefið leyfi sitt fyrir myndbirtingu).

Ágúst Tómasson, kennari krakkanna, segir það ekki ókeypis að bjóða upp á svona valgrein í grunnskóla. Það hefði ekki tekist ef Ármenn, stangveiðifélagið í hverfinu, hefðu ekki hlaupið undir bagga með skólanum og lánað þvingur til verksins. Eins hefðu Veiðiflugur á Langholtsvegi styrkt skólann við efniskaup.

Þetta er frábært framtak að bjóða upp á þetta sem Vogaskóla er að gera, fá að hnýta flugur og síðan reyna þær í vötnum eða ám . Flugur sem maður hefur sjálfur hnýtt og fiskurinn tekur.

 

Hérna er nokkrar myndir frá þessari skemmtilegu valgrein.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“