fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025

,,Þetta gekk bara vel í sumar“

Gunnar Bender
Miðvikudaginn 30. september 2020 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það gekk bara vel að selja í svæðin hjá okkur hérna í Hvítánni og Brúðaránni,“ sagði séra Kristján Björnsson í Skálholti er við heyrðum í honum í gær en margir hafa mætt með stangirnar á svæðið og reynt fyrir sér í veiðinni.

,,Í Hvítánni var frekar tregt en alltaf reytingur í Brúaránni. Menn virðast ekkert kunna á þessa staði í Hvítánni en það kemur. Hérna áður voru veiðimenn sem lærðu á staðina og vissu hvar fiskurinn var. Frétti ekki á neinum laxi sem veiddust þar, bara silungar. Samt eru þetta  góðar veiðistöðvar í landi Skálholts í gegnum aldirnar. Það veiddust bleikjur og urriðar í Brúará og síðan var eitthvað um sjóbirting í Hvítáþ

– Hvernig gekk veiðin hjá þér í sumar, þú hefur fengið í soðið?

,,Já, ég fékk urriða og líka bleikju þegar ég veiddi með séra Vigfúsi Bjarna Albertssyni sjúkrahúspresti. En best er víst að veiða hérna á svæðinu á milli fimm og níu á kvöldin. Hérna fyrr í sumar voru veiðimenn sem fengu fimm flotta fiska á þeim tíma,, sagði Kristján ennfremur.

 

Mynd. Flottar myndir frá sumrinu við Hvítá og Brúará.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aftur skoraði Liverpool sigurmark í blálokin – Evrópumeistararnir fara vel af stað

Aftur skoraði Liverpool sigurmark í blálokin – Evrópumeistararnir fara vel af stað