fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025

Margir að veiða á Sumardaginn fyrsta

Gunnar Bender
Föstudaginn 24. apríl 2020 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliðavatn opnaði í gærmorgun, Sumardaginn fyrsta, og veiðimenn á öllu aldri lögðu leið sína til veiða. Veðurfarið var ágæt en hefði kannski mátt vera aðeins hlýrra og veiðimenn röðuðu sér með góðu millibili við veiðiskapinn eins og á að gera þessa dagana.

,,Nei, ég er ekki búinn að fá neitt ennþá,“ sagði ungi veiðimaðurinn Bragi Styrmisson sem kastaði flugunni fyrir neðan Elliðaárbæinn með föður sínum Styrmi sem kenndi honum réttu handköstin. Sannalega efnilegur veiðimaður þar á ferð.

Á meðan ungi veiðimaðurinn kastaði flugunni var lítilega rætt um veiðina og sumarið fram undan. Auðvitað á veiði engin takmörk og allir geta veitt sem vilja það.  Þeir feðgar héldu áfram að veiða, fiskurinn vakti en tók ekki meðan við vorum á svæðinu.

,,Já, var þarna í morgun og veiðimenn voru að fá fiska, einn og einn vænan,“ sagði Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu sem fylgist vel með vötnunum þessa dagana. Enda vilja allir veiða og eiga Veiðikortið þessa dagana.

,,Við erum búnir að fá tvo, mættu vera stærri,“ sagði veiðimaður sem var að ganga frá veiðidótinu og var hættur. Hann ætlaði að reyna aftur þegar hlýnaði aðeins.

En margir voru að veiða á öllum veiðistöðum við opnun Elliðavatns, gaman að sjá unga veiðimenn í fullum skrúða, með brennandi áhuga á veiðinni. Duglegir að kasta flugunni og fá réttu leiðsögnina.

 

Mynd. Bragi Styrmisson  kastar flugunni við Elliðavatn á opnunardaginn í gær. Mynd. María Gunnardóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því