fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025

,,Sem betur fer kom hann á land“

Gunnar Bender
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,, Við vorum búnir að vera að allan daginn og við reyndum allt.  Vorum mikið að reyna að veiða uppstream með litlum flugum en það var ekkert að ganga. Áin var eins og beljandi fljót og mjög lituð,“ sagði Bjarki Tómasson sem byrjaði sumarið með stæl í Leirvogsá eftir rólega byrjun á deginum í ánni.

Bjarki segist hafa sett sig í samband við Elías Pétur í Villimönnum og spurði hann ráða.

,,Við breyttum um taktík og viti menn þessi stærðar fiskur tók í þriðja kasti. Fiskurinn tók í Hornhyl á Black Ghost á dauðareki. Fljótlega missti ég hann niður eftir því áin var svo straumhörð. Ég þurfti samt að taka hressilega á honum því ekki vildi ég missa hann neðar því þá væri baráttunni lokið. En sem betur fer kom hann á land eftir um 10 mínútna viðureign og deginum var bjargað,“ sagði Bjarki ennfremur.

 

Mynd: Bjarki Tómasson með flotta fiskinn úr Hornhyl í Leirvogsá, 80 sentimera fiskur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Þessu bjóst mannfjöldinn ekki við þegar Elsa 5 ára mætti – Sjáðu myndbandið sem færir þér jólaandann

Þessu bjóst mannfjöldinn ekki við þegar Elsa 5 ára mætti – Sjáðu myndbandið sem færir þér jólaandann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra