fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025

Saga hreindýra á Íslandi

Gunnar Bender
Miðvikudaginn 23. október 2019 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvaðan komu þau og hvernig hefur þeim reitt af? Hin tignarlegu hreindýr íslenska hálendisins eru til umfjöllunar í þessu tímamótaverki Unnar Birnu Karlsdóttur. Höfundur mun kynna bókina og lesa upp úr henni í útgáfuhófi í Bókabúð Forlagsins á Fiskislóð miðvikudaginn 23. október kl. 17.

Í Öræfahjörðinni segir Unnur Birna Karlsdóttir sögu hreindýra á Íslandi frá því þau voru flutt til landsins á seinni hluta átjándu aldar til dagsins í dag. Bókin er heildstæð hugmyndasaga sem fjallar jafnt um hreindýrin sjálf sem viðhorf landsmanna til þeirra. Sagðar eru sögur af harðri lífsbaráttu á hreindýraslóðum, æsilegum veiðiferðum og misjöfnum tilraunum til hreindýrabúskapar. Ekki má gleyma hreindýrunum sem áður gengu í Þingeyjarsýslu, á Reykjanesskaga og í Fljótshlíð en eru nú horfin af sjónarsviðinu.

Unnur Birna Karlsdóttir gegnir stöðu forstöðumanns Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi og lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2010. Hún hefur sent frá sér ýmis fræðirit og fræðigreinar um samband manna og náttúru á Íslandi. Rannsóknin á sögu hreindýra á Íslandi er stærsta verk hennar á því sviði hingað til.

Bókina prýðir fjöldi áður óbirtra ljósmynda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace