fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025

Mestu hamfarir sem ég hef séð

Gunnar Bender
Föstudaginn 4. október 2019 08:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vatnavextirnir núna á dögunum, sem  gerðu flestar veiðiár kolmórauðar á stórum svæðum á vesturlandi og breytti ímynd marga fallega veiðiá,  á eftir að draga dilk á eftir sér og gæti haft miklar afleiðingar fyrir árnar.  Þúsundir seiða hafa drepist enda hafa veiðistaðir  hreinlega hreinast burtu í mörgum  þeirra og þær breytt um ásýnd.

,,Ég hef aldrei séð svona vatnavexti og flóð, þetta var hrikalegt, þetta voru bara hamfarir, aldrei séð annan eins,“ sagði Trausti Bjarnason bóndi á Skarðsströnd, en laxveiðiár á svæðinu gjörbreyttu um mynd og góðir veiðistaðir hurfu eftir þessi flóð. Sumstaðar voru bara berar klappir þar sem áður var fallegur hylur.

Og fleiri taka í sama streng og Trausti, veiðimaður sem var á ferðinni út á Mýrum þegar mestu flóðin voru og rigningar sagði að þetta væri eins og versta helvíti.

,,Heilu árnar breyttu um mynd og maður gat ekkert veitt. Þetta var eins og í helvíti, seiði hafa drepist og ekki má laxastofninn við því eftir þetta sumar. Þetta hefur skeð áður svona á haustin en ekkert í líkindum við þetta,“ sagði veiðimaðurinn.  Dæmi erum að heil laxveiðiá hafi alveg breytt um ímynd og þá þarf mikið til. Horfið á störum köflum.

 

Mynd. Flóð í Hvassá við Fornahvamm fyrir skömmu. Mynd María Gunnarsdóttir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount