fbpx
Mánudagur 15.september 2025

Skipa þarf strax opinbera rannsóknarnefnd

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 31. ágúst 2018 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir eru hættir að kippa sér upp við vondar fréttir af framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng, en þó má segja að nýjustu tíðindi af margra milljarða aukakostnaði við hin fyrirhuguðu göng gangi fram af skattgreiðendum sem aldrei fyrr.

Hafist var handa með Vaðlaheiðargöng í einkaframkvæmd þótt alltaf hafi verið ljóst að ríkið sæti upp með reikninginn. Mesta forystu um framkvæmdina höfðu Kristján L. Möller, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi formaður Vinstri grænna og núverandi forseti Alþingis. Að sjálfsögðu er tilviljun ein, að göngin tilheyri kjördæmi beggja.

Að setja Vaðlaheiðargöng í einkaframkvæmd var leið sem þeir félagar völdu til þess að koma framkvæmdinni fram fyrir röðina í vegamálum á kostnað miklu brýnni umbóta í samgöngumálum.

Lengi hefur verið ljóst að spár um notkun ganganna væru byggðar á gríðarlegri bjartsýni, ef ekki hreinni óskhyggju, en fljótt kom í ljós að kostnaðaráætlanir voru sama marki brenndar. Síðan hefur ekki staðið steinn yfir steini í þeim efnum og löngu orðið ljóst að framúrkeyrslan nemur mörgum milljörðum króna.

Beiðni Vaðlaheiðarganga hf. um frekara fjármagn var þunglega tekið af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í vikunni — eðlilega. Þegar ríkið féllst fyrir tveimur árum á auknar fjárveitingar til verkefnisins, var það gert í trausti þess að þar með yrði hægt að klára göngin, en það er öðru nær.

Hneykslið kringum Vaðlaheiðargöng er risastórt á íslenskan mælikvarða og þarf að rannsaka fyrir opnum tjöldum. Áður en ríkið setur eina krónu til viðbótar í verkefnið þarf að skipa opinbera rannsóknarnefnd sem heldur opna fundi og birtir niðurstöður sínar opinberlega. Ekki eins og síðast þegar spillingin kringum göngin toppaði sig með því að Friðrik Friðriksson, sem átti að vera óháður úttektaraðili á vegum ráðherra, varð óvænt stjórnarformaður fyrirtækisins sem hyggst eiga og reka göngin á sama tíma og hann vann að rekstrarúttekt sinni. Hvað ætli þögn hans hafi kostað marga silfurpeninga?

Setja þarf hlutafélagið um Vaðlaheiðargöng í þrot og láta ríkið fá eignarhald á þeim yfir áður en lengra er haldið. Framkvæmdin um göngin var aldrei nein einkaframkvæmd og það vissu bæði Steingrímur J. Sigfússon og Kristján L. Möller. Við þessu ráðslagi varaði Ögmundur Jónasson kröftuglega en fáir hlustuðu — því miður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“