fbpx
Mánudagur 15.september 2025

Pólitískar jarðhræringar í Eyjum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 18. júní 2018 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn glæsilegasta kosningasigur seinni ára í sveitarstjórnarmálum vann Elliði Vignisson og áhöfn hans 2014. Fékk D-listinn alls um 75% atkvæða í Vestmannaeyjum,sem er fáheyrt. Bjarni Benediksson formaður Sjálfstæðisflokksins sendi Elliða í kjölfarið enda eftirminnilegt sms skeyti, sem ekki verður endurtekið hér.

Einn glæsilegasti prófkjörssigur seinni ára vannst þegar Páll Magnússon varð efstur í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og hafði betur en m.a. sitjandi ráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir.

Eftir kosningar 2014 hóf Elliði sitt þriðja kjörtímabil sem bæjarstjóri og allt virtist ganga honum í haginn. Orðrómur heyrðist hinsvegar um að hann þætti orðið nokkuð einráður og óráðþæginn og hlustaði aðeins á sinn harðasta kjarna.

Hópur sjálfstæðismanna gerði kröfu um að viðhaft yrði prófkjör til að stilla upp á lista flokksins og lýsti m.a. Páll Magnússon yfir stuðningi við þá aðferð. Elliði og hans fólk lét líklega með þessa aðferð, en á fundi sem stuðningsmenn Elliða fjölmenntu (smöluðu) á var prófkjöri óvænt hafnað og voru greinilega maðkar í mysunni.

Kom þetta prófkjörsáhugamönnum mjög á óvart og þóttust þeir illa sviknir.

Enginn vafi getur leikið á því að Elliði hefði fengið glansandi fínan stuðning í prófkjöri, en líklegt er að vinir hans hefðu ekki fengið jafngóðan stuðning og fólk utan nánustu klíku Elliða komist ofarlega á listann.

Það er illskiljanlegt að Elliði skyldi ekki fallast á prófkjör, en það er gömul saga og ný að pólitísk yfirburðastaða ruglar menn í ríminu.

Prófkjörsfólk ákvað að bjóða fram sérlista í Eyjum og fékk listinn afar góða kosningu. Samanlagt fylgi beggja listanna var nánast það sama og D listinn hafði einn fengið áður. Elliði og hans fólk tók úrslitunum illa og höfðu ekki áhuga á meirihlutamyndun og ekki var um annað að ræða fyrir klofningslistann að leita til vinstri. Með öllu er óvíst að þau hafi verið óánægð með þá niðurstöðu.

Efsti maður listans Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri næstu fögur árin og hefur því sjálfstæðismaður áfram lyklana að ráðhúsinu í Eyjum.

Nú hafa Elliði og kompaní ákveðið að hengja Pál þingmann fyrir eigin aulagang, Hyggjast þeir biðja formann flokksins Bjarna um að hirta Pál og víst er að Bjarni gæti vel hugsað sér að losna við hann, en stirt hefur verið á milli þeirra. Vandi Bjarna er hinsvegar sá að Páll nýtur mikilla vinsælda og álits um allt kjördæmið og hann er enginn veifiskati og mun örugglega taka fast á móti, verði að honum sótt. Mun hann reynast harðari undir tönn ,en sumir hyggja. Klofningurinn gæti auðveldlega náð um allt kjördæmið,en ekki bara til Eyja.

Hefði ekki verið einfaldara að hafa bara prófkjör? Ætli þessi afleikur Elliða muni fylgja honum alla tíð?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“