fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Eiginmaðurinn varpar ljósi á síðustu daga Brigitte Bardot

Pressan
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 16:30

Brigitte Bardot árið 1995. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkill leikkonunnar, söngkonunnar og fyrirsætunnar Brigitte Bardot, segir að dagarnir áður en hún lést hafi verið henni erfiðir. Brigitte lést þann 28. desember síðastliðinn, 91 árs að aldri, og fór útför hennar fram í Frakklandi í á miðvikudag.

Bernard d’Ormale, eftirlifandi eiginmaður Bardot, sagði í samtali við Paris Match að hún hefði nýverið gengist undir tvær aðgerðir vegna krabbameins og verið orðin verulega bakveik og með mikla verki af þeim sökum.

Á köflum, þegar þjáningarnar voru mestar, sagði hann að hún hefði stundum sagt við sig að hún væri orðin þreytt á að þjást og sagt: „Ég er búin að fá nóg, ég vil fara.“

D’Ormale og Brigitte gengu í hjónaband árið 1992 og segir hann að Bardot hafi látist í rúmi sínu á heimili þeirra í Saint-Tropez í Frakklandi að morgni 28. desember, með ketti hjónanna við hlið sér.

Hann sagði að hann hefði verið hálfsofandi við hlið hennar þegar hún kallaði mjúklega á hann með einkagælunafni þeirra, „Pioupiou“, áður en hún dró síðasta andardráttinn.

Bardot varð heimsfræg kvikmyndastjarna á fimmta og sjötta áratugnum. Síðar á ævinni sneri hún baki við leiklist og varð þekkt baráttukona fyrir réttindum dýra. Hún kom til dæmis í viðtal við DV árið 2008 þar sem hún fordæmdi harðlega dráp á ísbirni í Skagafirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tölvur og snjallsímar gætu hækkað töluvert í verði á árinu – Ástæðan er þessi

Tölvur og snjallsímar gætu hækkað töluvert í verði á árinu – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað