fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Pressan

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Pressan
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og leikstjórinn Justin Baldoni sakaði leikkonuna Blake Likely um að „leiða mig í gildru“ með því að neita að nota staðgengil í kynlífssenum í myndinni It Ends With Us, samkvæmt nýlega afhjúpuðum smáskilaboðum í dómsmáli þeirra.

„Hún hefur neitað að nota staðgengil,“ skrifaði Baldoni í einkaskilaboðasamskiptum við fyrrverandi umboðsmann sinn hjá William Morris Endeavor, Danny Greenberg, þann 30. desember 2023. Baldoni heldur því fram að með því hafi Lively verið „að leiða mig í gildru“ og bætti við að hún hefði krafist þess að Baldoni notaði staðgengil  í senurnar þeirra.

Þegar Baldoni útskýrði „mjög slæma viku“ sína fyrir umboðsmanni sínum lýsti hann því hvernig Lively hætti við hugmyndir sínar að kynlífssenum myndarinnar og lagði til að þau „væru bæði fullklædd fyrir stóru ástarsenuna“, sem hann sagði vera „bara fáránlegt ef maður þekkir bókina“.

„Allt þetta er bara eitt fjandans klúður og samt geri ég mitt besta til að vera jákvæður, þó að það hafi verið mjög erfitt fyrir mig og tímafrekt í þessu hléi að eiga við leikkonu sem er að endurskrifa handritshöfundinn og leikstjórann,“ kvartaði hann.

Baldoni hélt því fram að hann hefði gefið eftir „95%“ af kröfum Lively til að fá frið, en kallaði samskipti þeirra „grimmilega reynslu“.

Í uppfærslu staðfesti Baldoni að hann myndi hitta Lively heima hjá henni til að fara yfir klippingar hennar þar sem hún krafðist þess fundurinn þyrfti að fara fram þar.

Baldoni segir Lively einnig hafa neitað því að Jamey Heath, forstjóri Wayfarer Productions, væri viðstaddur tökustað myndarinnar, sem Baldoni sagðist vera að reyna að berjast á móti.

„Ég geri mitt besta til að vera jákvæður og gefa henni eins marga sigra og mögulegt er til að klára þetta en það verður erfitt á einhverjum tímapunkti,“ skrifaði hann og bætti við að Lively væri að „eyðileggja mannorð sitt.“ „Þar sem við munum þurfa mesta hjálp er við klippingu því ég mun ekki fá allt sem hún vill og ég sé fyrir mér að það verði stórt vandamál,“ sagði hann við Greenberg.

Heimildarmaður nátengdurLively segir hins vegar við Page Six að „þessi skilaboð hafi aðeins verið send eftir að Lively hafði útskýrt í smáatriðum þær fjölmörgu leiðir sem Baldoni og Heath höfðu skapað fjandsamlegt vinnuumhverfi á settinu, eftir að þau samþykktu meira en tylft „verndarráðstafana“ fyrir öryggi leikara og áhafnar, og aðeins nokkrum dögum fyrir fundinn 4. janúar þar sem þessi vernd yrði rædd áður en tökur hefðu hafist á ný.“

„Skilaboðin undirstrika hefndaráform Baldoni,“ heldur heimildarmaðurinn áfram. „Þau endurspegla reiði hans yfir sömu verndarráðstöfunum sem hann hafði sagt opinberlega að væru bæði sanngjarnar og nauðsynlegar og sem hann viðurkenndi síðar í skýrslutöku sinni að væru sanngjarnar, þar á meðal gremju hans yfir því að þurfa að mæta á fund sem hann hafði einnig samþykkt.“

Eitt helsta vandamálið sem leiddi til stórfelldrar deilu Lively og Baldoni á tökustað It Ends With Us voru mismunandi sköpunaráherslur þeirra. Þó að Baldoni hafi leikstýrt, leikið aðalhlutverkið og framleitt í gegnum fyrirtæki sitt Wayfarer Productions, fékk Lively einnig framleiðandaréttindi fyrir myndina, sem er byggð á samnefndri bók Colleen Hoover.

Á þeim tíma sagði heimildarmaður við Hollywood Reporter að Lively hefði pantað sérstaka útgáfu af myndinni frá klipparanum Shane Reid, sem vann við mynd eiginmanns hennar Ryan Reynolds, Deadpool & Wolverine.

„Það kom upp ágreiningur milli kvikmyndagerðarmannanna í eftirvinnsluferlinu, þar sem tvær mismunandi útgáfur af myndinni komu fram,“ greindi miðillinn frá. Heimildarmaður sagði Lively hafa gefið lokasamþykki fyrir myndinni. „Það voru tvær klippingar og kvikmyndaverið valdi kvenlegri klippingu,“ sagði heimildarmaðurinn.

Einnig var greint frá því að Baldoni hefði sagt að Lively hefði látið sér líða „óþægilega“ á setti og skapað „mjög erfiða“ stemningu fyrir leikarana almennt.

Lively höfðaði formlega mál gegn Baldoni í desember 2024 vegna meintrar kynferðislegrar áreitni, hefndaraðgerða, samningsbrota, tilfinningalegrar vanlíðunar, friðhelgi einkalífs og launataps.

Baldoni svaraði með 400 milljóna dala gagnmálsókn gegn Lively og eiginmanni hennar, Ryan Reynolds. Því máli var vísað frá.

Réttarhöld hafa verið ákveðin 18. maí 2026 í máli þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Forsprakka velferðarsvikamyllu gert að sæta upptöku Porsche og lúxusvara

Forsprakka velferðarsvikamyllu gert að sæta upptöku Porsche og lúxusvara
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Grok gagnrýnt fyrir kynferðislegar gervigreindarmyndir – Katrín prinsessa á meðal þolenda

Grok gagnrýnt fyrir kynferðislegar gervigreindarmyndir – Katrín prinsessa á meðal þolenda
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tölvur og snjallsímar gætu hækkað töluvert í verði á árinu – Ástæðan er þessi

Tölvur og snjallsímar gætu hækkað töluvert í verði á árinu – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað