
Stofnandi alræmdra góðgerðarsamtaka í Minnesota í Bandaríkjunum, sem var dæmd fyrir að hafa skipulagt 250 milljóna dala velferðarsvikahneyksliskerfi, var í síðustu viku dæmd af dómara til að gera upptækan Porsche-bíl sinn, hönnunarhandtöskur og milljónir dollara í ólöglega fengnum hagnaði.
Aimee Bock, 44 ára höfuðpaurinn á bak við Feeding Our Future hneykslið, var fundin sek í mars fyrir alríkisákærur um fjársvik, mútur og samsæri í tengslum við stærsta COVID-19 svikakerfi landsins.

Bock, sem ásamt tugum samstarfsmanna sinna, aðallega frá Sómalíu, stal fjármunum vegna faraldursins úr alríkisáætlun sem ætlað var að fæða hungruð börn í neyð, bíður nú eftir dómi fyrir aðalhlutverk sitt í hneykslinu.
Alríkisdómari gaf út bráðabirgðaúrskurð dómstóls þann 30. desember síðastliðinn þar sem Bock var neydd til að láta af hendi ótrúlega háa fjárhæð og nokkrar af verðmætustu eigum sínum.
Samkvæmt fjölmörgum fjölmiðlum vestanhafs var Bock gert að gera upptækar um 5,2 milljónir dala af persónulegum bankareikningum sínum, Porsche Panamera-bíl sinn, um 60 fartölvur, iPad- og iPhone-síma, demantshálsmen, armbönd og eyrnalokka, og Louis Vuitton-tösku og bakpoka.


Dómsmálaráðuneytið hefur sakfellt 57 manns og ákært 78 sakborninga í tengslum við Feeding Our Future hneykslið. Sjötíu og tveir sakborningar eru af sómölskum uppruna og fimm eru nú á flótta í Afríku, samkvæmt Pam Bondi, dómsmálaráðherra.

Auk þess að kaupa hraðskreiða bíla og handtöskur hönnuða, þá eru sakborningar sagðir hafa sent milljónir dala sem voru ágóði svikanna til Austur-Afríku og Mið-Austurlanda, segir Bondi.

Ríkissaksóknari gaf til kynna í síðasta mánuði að hún bjóst við að endanleg tala svikanna yrði allt að 400 milljónir dala. Samkvæmt Daily Mail hafa saksóknarar aðeins endurheimt um 75 milljónir dala af stolna fénu.
Feeding Our Future kom aftur fram í sviðsljósið eftir að Donald Trump forseti reiddist meintum útbreiddum svikum sem sómalskir ríkisborgarar stunduðu í Minnesota og óháði blaðamaðurinn Nick Shirley fjallaði um dagvistun í fylkinu og gaf í skyn að þær gætu verið sviksamleg fyrirtæki.