fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“

Pressan
Föstudaginn 26. september 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og tveggja ára gömul kona á Englandi, Roksana Lecka, hefur verið dæmd í átta ára fangelsi fyrir fjölmörg ofbeldisbrot og grimmd í garð ungra barna í starfi sínu á tveimur barnaheimilum í London.

Brot Roksönu komu í ljós í júní árið 2024 er hún var send heim úr vinnunni fyrir að klípa barn. Er farið var að rannsaka málið komu í ljós gögn á öryggismyndavélum sem sýndu fjölmörg brot konunnar gegn ósjálfbjarga börnum á heimilunum tveimur. Fyrir utan að klípa börnin sást hún slá þau, sparka í þau, toga í eyru þeirra, hár og tær. Sum börnin voru með áverka eftir hana, til dæmis marbletti.

Á myndefninu mátti einnig sjá hvernig Roksana gætti þess að aðrir starfsmenn sæju ekki til þegar hún misþyrmdi börnunum.

Í réttarhöldunum báru vitni margir foreldrar barna sem höfðu orðið fyrir barðinu á konunni. Ein móðir sagði: „Þessi börn voru svo saklaus og berskjölduð. Þau gátu ekki talað, gátu ekki varið sig og gátu ekki sagt okkur, foreldrum þeirra, frá því að eitthvað hefði komið fyrir þau. Þau voru algjörlega hjálparlaus og Roksana níddist á þeim.“

Önnur móðir sagðist álíta að Roksana væri ógn við samfélagið. Hún sagði ennfremur: „Ég held að við getum öll verið sammála um að aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn.“

Sumir foreldrarnir lýstu sektarkennd yfir því að hafa látið börnin sín í hendur Roksönu. Ein móðir sagði fyrir dómi: „Við vorum ekki þarna til að vernda þau.“

Roksana starfaði á Riverside barnaheimilinu í í London á tímabilinu janúar til júní árið 2024. Í mars og maí það ár tilkynntu margir foreldrar barna á heimilinu um áverka á þeim, aðallega marbletti.

Kom fram við réttarhöldin að um þetta leyti var Roksana háð kannabis og veipi en greindi stjórnendum barnaheimilisins ekki frá því.

Roksana játaði sjö brot gegn börnum en var sakfelld fyrir 14 brot til viðbótar. Sem fyrr segir var refsingin átta ára fangelsi.

Sjá nánar á vef BBC.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Martraðarbakteríur“ sækja í sig veðrið í Bandaríkjunum

„Martraðarbakteríur“ sækja í sig veðrið í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réttarhöld í einu elsta óupplýsta morðmáli Frakklands hófust í dag – „Kraftaverk að við séum komin hingað“

Réttarhöld í einu elsta óupplýsta morðmáli Frakklands hófust í dag – „Kraftaverk að við séum komin hingað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti ástkonuna með hrottafengnum hætti með hamri- „Hún tók allt frá mér“

Myrti ástkonuna með hrottafengnum hætti með hamri- „Hún tók allt frá mér“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu