fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Lét næstum lífið eftir að hún geispaði svo harkalega að hún braut á sér hálsinn

Pressan
Föstudaginn 26. september 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk móðir lét næstum lífið eftir að hún geispaði svo svakalega að hún braut á sér hálsinn.

Hayley Black vaknaði að venju um morguninn dag einn árið 2016 og gerði sig tilbúna í morgunverkin sem fólust einkum í því að sjá um unga dóttur hennar, Ameliu, sem þurfti pelann sinn. Amelia var þriggja mánaða og nývöknuð. Eins og ungbörn gera oft þá teygði stúlkan úr sér og geispaði. Geispar geta verið smitandi svo Hayley geispaði líka og teygði aðra höndina upp í loftið.

Hayley fann strax að eitthvað hafði gerst. Hún reyndi að setja höndina niður en fann þá fyrir óbærilegum sársauka. Hendin var föst uppi. Hún bað eiginmann sinn að hringja á sjúkrabíl, enda áttaði hún sig á því að þetta væri ekki eðlilegt.

Neyðarlínan ákvað fyrst að senda viðbragðsaðila á undan sjúkrabílnum, en þetta eru þjálfaðir heilbrigðisstarfsmenn sem eru stundum kallaðir til þegar fyrir liggur að það muni taka sjúkrabíl einhvern tíma að komast á vettvang. Að þessu sinni var sendur sá viðbragðsaðili sem var næstur Hayley og reyndist það vera nýr nágranni hennar. Nágranninn sá strax að eitthvað alvarlegt væri í gangi.

Þegar sjúkrabíllinn kom var Hayley komið á sérstakar sjúkrabörur sem eru notaðar í tilvikum þar sem er grunur eða möguleiki á mænuskaða. Hayley segist muna óljóst eftir bílferðinni en man að hún veinaði þar mikið af sársauka. Næst man hún eftir sér á sjúkrahúsi þar sem læknir stóð yfir henni og spurði hvort hún væri að þykjast. Annar læknir í herberginu þvertók fyrir það og sagði augljóst að Hayley væri sárkvalin.

Læknarnir áttu þó erfitt með að finna út hvað væri að valda þessum kvölum. Hayley þurfti að bíða heila nótt á sjúkrahúsinu áður en hún fékk svör. Hún segist ekki hafa fengið viðeigandi verkjastillingu og man eftir að hafa reynt að rota sjálfa sig til að reyna að losna undan þjáningunum. Hún veinaði og veinaði og reyndi að koma læknum í skilning um að það væri eitthvað alvarlegt að henni.

Loksins kom skurðlæknir inn á stofuna til hennar. Hann sagði að hún þyrfti að fara í aðgerð án tafar og að það væru helmingslíkur á að hún lifði aðgerðina ekki af og ef hún lifði af væru ágætis líkur á að hún gæti aldrei gengið aftur. Það kom nefnilega á daginn að þegar Hayley geispaði þá gengu tveir hálsliðir til, með öðrum orðum þá hálsbrotnaði hún og hálsliðirnir sem losnuðu voru nú að þrýsta á mænuna á henni.

Betur fór en á horfðist. Skurðaðgerðin heppnaðist vel. Þar höfðu læknar skorið í gegnum háls hennar til að losa þrýstinginn af mænunni. Hayley lifði af og getur gengið í dag, en hún þurfti að verja 4 vikum á sjúkrahúsi eftir aðgerðina og glímir við varanlegan taugaskaða. Geispinn breytti lífi hennar til frambúðar en hún er í dag óvinnufær en til viðbótar við taugaskaðann glímir hún líka við vefjagigt.

Hayley opnaði sig um lífsreynsluna á TikTok þar sem hún tók fram að næstum áratug síðar ætti hún enn erfitt með að geispa án þess að finna fyrir ótta.

DailyMail greinir frá. 

@ourlifewithlottie I’ve been thinking long and hard on weather to tell people this story — because it is so unbelievable— but it happened to me . #brokenneck #spinalinjury #shockingstory ♬ original sound – Ourlifewithlottie

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Þýskalandi þegar ökumaður og tvö börn brunnu inni í Teslu

Harmleikur í Þýskalandi þegar ökumaður og tvö börn brunnu inni í Teslu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands