fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Pressan

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag

Pressan
Miðvikudaginn 24. september 2025 21:43

Terry Dunn var myrtur árið 2019 og morðinginn gengur enn laus. Mynd: Lögreglan á Merseyside.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 18. júní árið 2019 varð hinn 49 ára gamli Terry Dunn fyrir hrottalegri árás óþekkts manns í borginni Liverpool á Englandi. Árásin átti sér stað um klukkan 15:30 að degi til en maðurinn réðst á Dunn með golfkylfu að vopni. Dunn lifði árásina af en lést á endanum af sárum sínum þann 24. september sama ár. Málið er enn óupplýst en er til rannsóknar. Systir Dunn segir ómögulegt fyrir hana að halda áfram með lífið og þrábiður fólk sem kann að búa yfir upplýsingum um málið að gefa sig fram.

Nokkuð var fjallað um málið á sínum tíma en staðarmiðilinn Liverpool Echo rifjar það upp í dag á dánardægri Dunn og ræðir við systurina, Sarah.

Alls voru þau þrjú systkinin og ólust upp í hverfinu Norris Green sem er í austurhluta Liverpool. Umræddan dag var Dunn einu sinni sem oftar á leiðinni í Larkhill almenningsgarðinn þar sem honum fannst oft gaman að vera. Hann fór fótgangandi þangað frá heimili sínu en kom fyrst við í hraðbanka til að taka út pening. Tíu mínútum síðar var hann kominn að götunni Kilrea Close sem er um 500 metrum frá garðinum en þá kom í ljós að hann hafði verið eltur.

Vitni sem statt var í nágrenninu segist hafa séð Dunn flýja undan þeim sem var að elta hann en Dunn hafi ekki komist undan. Árásarmaðurinn hóf þá grimmilega árás á Dunn með golfkylfu en flúði af vettvangi þegar vegfarandi hrópaði að honum.

Óljós

Árásarmanninum er lýst sem hvítum manni, 1,72 metrar á hæð og á þrítugsaldri. Hann var klæddur í dökk föt og hafði hettu yfir höfðinu. Upptaka af manni sem svipar til þessarar lýsingar náðist á öryggismyndavél og lögreglan vill ná tali af honum en upptakan er mjög óskýr.

Áverkar Dunn voru afar mikilir. Miltað rifnaði í sundur og fjöldi beina brotnaði. Læknar töldu í fyrstu að miðað við áverkana hlyti hann að hafa verið stunginn en svo kom í ljós stungusárin voru af völdum þess að brotið bein í handleggnum hafði stungist í brjóstkassann.

Í dag eru 6 ár liðinn frá dauða Terry Dunn og Sarah systir hans grátbiður almenning um að veita aðstoð við að leysa málið. Hún geti ekki syrgt bróður sinn og haldið áfram með lífið á meðan morðinginn gangi ennþá laus.

Hún segir það full víst að einhverjir búi yfir vitneskju um málið en stígi ekki fram af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Það sé hrein illmennska að morðinginn gangi um göturnar eins og ekkert hafi í skorist.

Af hverju?

Sarah segist eiga bágt með að skilja hvað vakti fyrir árásarmanninum. Áður en hann dó hafi bróðir hennar ekki getað skýrt af hverju hann varð fyrir árás. Hún segir bróður sinn hafa almennt verið vel liðinn en lögreglan segir grun um að ekki hafi verið um handahófskennda árás að ræða heldur hafi árásarmaðurinn haft Dunn í sigtinu.

Hún segir að nokkur fjöldi fólks hafi sagt henni nafn þess einstaklings sem grunaður er um að hafa myrt bróður hennar en lögreglunni hafi ekki tekist að sanna að viðkomandi beri ábyrgð á morðinu.

Sarah segir að ef fleiri hafi samband við lögregluna með upplýsingar geti það mögulega komið meiri krafti í rannsóknina. Eftir því sem tíminn líði meira verði hún þó svartsýnni. Stundum haldi hún að vonin sé að hverfa frá henni en hún verði að halda áfram og minna að minnsta kosti á málið einu sinni á ári, á dánardægri bróður hennar.

Lögreglan í Liverpool og næsta nágrenni segir að Sarah og aðrir fjölskyldumeðlimir eigi skilið svör og hvetja alla sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa samband

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrottalegt morð táningsstúlku veldur enn heilabrotum rúmum áratug síðar

Hrottalegt morð táningsstúlku veldur enn heilabrotum rúmum áratug síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Farþegi lést um borð í flugi til Kanaríeyja

Farþegi lést um borð í flugi til Kanaríeyja