Ölvaður ferðamaður gerði sér lítið fyrir á Buffalo Niagara-alþjóðaflugvellinum í New York, þar sem hann stal golfbíl og lagði síðan af stað í aksturferð um flugstöðina skelfdum ferðalöngum og starfsmönnum til hrellingar.
Kevin Sinning 29 ára frá Wyoming er sakaður um að hafa stolið rafmagnsgolfbíl og keyrt rétt fyrir klukkan eitt að nóttu þann 28. júlí, samkvæmt yfirvöldum.
Sinning náðist á myndband þar sem sjá má hann keyra rúllustíg og brjóta þar glervegg. Hann keyrir síðan inn í endann á ganginum áður en hann snýr til baka og keyrir inn á annan rúllustíg, á meðan starfsmenn kalla á hann að hætta.
„Ég held að hann sé ölvaður,“ má heyra eitt vitni segja í myndbandinu,
„Það var augljóst að eitthvað var ekki í lagi með hann,“ sagði vitnið Tom Brennon við WGRZ. „Hann var ekki að bregðast við köllum og fólkinu sem sagði honum að hætta. Hann hunsaði algerlega fólkið í kringum sig.“
Að sögn yfirvalda olli Sinning miklum skemmdum með athæfi sínu. Hann var handtekinn og kærður fyrir fyrir glæpsamlegt skemmdarverk, óspektir, vörslu stolinna eigna, ónæði og stórfelldan þjófnað.