fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Starfsmaður japönsku keisarafjölskyldunnar rekinn – Stal reiðufé frá fjölskyldunni

Pressan
Fimmtudaginn 8. maí 2025 06:30

Japanski fáninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður japönsku keisarafjölskyldunnar var nýlega rekinn úr starfi fyrir að hafa stolið 3,6 milljónum jena, sem svarar til um 3,2 milljóna króna, frá Naruhito keisara og fjölskyldu hans. Þjófnaðurinn átti sér stað á rúmlega eins árs tímabili.

Í tilkynningu frá hirðinni kemur fram að starfsmaðurinn sé á þrítugsaldri og hafi verið einn af um 80 starfsmönnum keisarafjölskyldunnar.

The Independent segir að komist hafi upp um starfsmanninn í mars þegar rannsókn hófst á misræmi á milli bókhalds og stöðu reiðufjár í peningaskáp fjölskyldunnar.

Í lok mars hurfu 30.000 jen úr peningaskápnum og þegar rætt var við fyrrgreindan starfsmann, sem hafði nýlokið næturvakt, játaði hann að hafa stolið peningunum. Sagðist hann eiga í fjárhagsvandræðum og þess vegna hafi hann stolið frá keisarafjölskyldunni. Hann játaði að hafa stolið 3,6 milljónum jena frá nóvember 2023 þar til í mars á þessu ári. Hann endurgreiddi peningana um miðjan apríl.

Þjófnaðurinn þykir mjög vandræðalegur fyrir hirðina en eitthvað þessu líkt hefur ekki gerst á síðari tímum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna