The Independent segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafi konan verið á leið að banka í Þessaloníku um klukkan 5 að morgni þegar sprengja sprakk.
Sprengingin var mjög öflug og skemmdust nærliggjandi hús og bílar.
Konan hafði ítrekað komið við sögu lögreglunnar vegna rána.
Verið er að rannsaka hvort hún hafi tengst öfgasamtökum á vinstri væng stjórnmálanna.