fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Fékk vinabeiðni á Facebook eftir ferðalag til Egyptalands sem kollsteypti lífi hennar – „Ég fórnaði öllu – heimili mínu, börnum, fjölskyldunni“

Pressan
Þriðjudaginn 6. maí 2025 20:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf Juliu Clark átti aldrei eftir að verða samt eftir örlagaríkt fjölskyldufrí til Egyptalands árið 2016 þegar hún tók þá afdrifaríku ákvörðun að segja hótelstarfsmanni til nafns.

„Ég var í þessu fríi árið 2016 þegar allt breyttist,“ segir Julia sem deilir sögu sinni og eftirsjá með The Mirror.

Hún var þarna 42 ára í fríi með fjölskyldu sinni en upplifði sig samt einmana. Öll spennan var farin úr hjónabandi hennar og eiginmanns hennar til 15 ára. Þau áttu þrjú börn sem árið 2016 voru á aldrinum 9-25 ára. Þarna sat hún við sundlaugarbakkann, einmana og horfði á eiginmann sinn leika við yngri börnin. Þá kom að henni hótelstarfsmaður, bað um nafn hennar og vildi vita hvort hún væri á Facebook.

Nokkrum dögum eftir að hún kom heim úr fríinu fékk hún vinabeiðni frá starfsmanninum. Þau spjölluðu samt ekkert saman en hún las samt færslur hans og gaf þeim læk. Ekki leið á löngu þar til hún fékk aðra vinabeiðni, að þessu sinni frá vini starfsmannsins, Ahmed sem var 24 ára.

„Ég veit ekki af hverju ég samþykkti beiðnina en ég gerði það,“ segir Julia. Hún og Ahmed urðu miklir trúnaðarvinir. Þau ræddu allt milli himins og jarðar og þremur mánuðum síðar játaði Ahmed henni ást sína. Julia segist hafa fallið fyrir honum nokkru síðar. Þessi samskipti fóru ekki fram hjá eiginmanni hennar sem ákvað að gefa henni blessun sína. Hann meira að segja hvatti hana til að láta slag standa.

Rétt rúmu hálfu ári eftir fjölskyldufríið ákváðu hjónin að skilja og Julia ætlaði til Egyptalands til að hitta Ahmed loksins. Hún skellti sér í 12 daga ferð til Egyptalands. Ahmed reyndist raunverulegur og það sem meira var virtist hann bálskotinn í Juliu og sannaði það með því að skella sér á skeljarnar. Julia vildi þó flýta sér hægt og þetta varð löng trúlofun.

„Ég fór til Egyptalands á 8-9 mánaða fresti til að hitta Ahmed og í september 2020 flutti ég þangað til að hefja þar nýtt líf. Ég fórnaði öllu – heimili mínu, börnum, fjölskyldunni. Þetta var ekki auðveld ákvörðun því ég lifði fyrir börnin mín. Ég trúi varla enn að ég hafi gert þetta.“

Hún og fyrrverandi maður hennar voru enn vinir og það var meira að segja hann sem skutlaði henni upp á flugvöllinn þegar hún fluttist búferlum. Hún telur þó að hann hafi gert það með sorg í hjarta.

Hún og Ahmed giftu sig en þá fór fljótt að síga á ógæfuhliðina. Ahmed vildi nefnilega aðra eiginkonu. Ahmed hætti að sýna Juliu hlýju á almannafæri og átti til að hverfa á nóttunni. Tæpum tveimur árum eftir brúðkaupið varpaði hann svo sprengjunni.

„Hann sagðist þurfa að giftast egypskri konu svo hann gæti eignast börn því ég var eldri og hafði gengið í gegnum tíðarhvörf. Þetta rústaði mér. Ég gat ekki bara setið þarna vitandi að maðurinn minn væri úti að barna aðra konu.“

Julia hafði sérstaklega tekið það fram fyrir brúðkaupið að Ahmed mætti ekki taka sér aðra eiginkonu nema með hennar samþykki. „Við giftum okkur samkvæmt lögum íslam og ég var spurð hvaða skilmála ég vildi setja í hjónasáttmálann. Ég sagði að ég vildi ekki að hann tæki sér aðra eiginkonu. Ahmed hafði hins vegar rétt á fjórum eiginkonum svo við gerðum það skriflegt að ef hann vildi aðra konu þyrfti hann mitt leyfi sem ég klárlega væri aldrei að fara að veita.

Ég sagði að ég myndi ekki deila honum. Hann bað mig að gleyma því að hann hefði spurt, en ég gat það ekki og það myndaðist fjarlægð á milli okkar. Ég kúplaði mig út úr sambandinu því ég sá ekki lengur framtíð í því. Mér leið eins og asna. Fyrrverandi maðurinn minn, Peter, var góður maður. Ég gaf Ahmed allt. Ég gaf honum heiminn. Ég hafði sóað sex árum af lífi mínu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan
Pressan
Í gær

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Beið bana á átta ára afmælisdaginn – Móðirin varar aðra foreldra við

Beið bana á átta ára afmælisdaginn – Móðirin varar aðra foreldra við