Vísindamenn segja að fólk, sem er í blóðflokki B, eldist hægar en aðrir. Ástæðan er að frumuaðskilnaður og endurnýjun vefja er hraðari en hjá öðrum. Þetta seinkar niðurbroti líkamans, bæði að innan- og utanverðu.
Vísindamennirnir leggja áherslu á að þrír aðrir þættir skipti miklu máli hvað varðar öldrunarferlið, þetta eru: hreyfing, mataræði og hvernig tekist er á við stress.
Japönsk rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Experimental Gerontology, tengir B-blóðflokkinn einnig við hærri lífaldur. Gríski miðillinn Marie Claire skýrir frá þessu.