fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Ákærð fyrir að aðstoða son sinn við undirbúning skólaskotárásar

Pressan
Föstudaginn 23. maí 2025 03:11

Ashley Pardo. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

33 ára kona, Ashley Pardo, hefur verið ákærð af saksóknara í Texas í Bandaríkjunum fyrir að hafa aðstoða 13 ára son sinn við undirbúning skólaskotárásar.

BBC segir að Pardo hafi vitað af „ofbeldishneigð“ sonarins og að hún hafi keypt skotfæri og hernaðarhluti fyrir hann. Þetta ætlaði hann að nota til að gera skotárás í skólanum sínum, Jeremiah Rhodes Middle School í San Antonio.

Hann mætti í skólann dag einn með grímu, í felulitum jakka og buxum. Lögreglan segir að hann hafi hins vegar ekki stoppað lengi í skólanum og hafi yfirgefið hann án þess að hleypa af skoti.

Hann var síðan handtekinn utan skólalóðarinnar.

Pardo var handtekin síðar um daginn eftir að amma drengsins hafði samband við lögregluna. BBC segir að hún sagt lögreglunni að Pardo hefði keypt skammbyssu fyrir son sinn og hafi farið með hann í herverslun til að kaupa eitt og annað, þar á meðal vesti og hjálm.

Tveimur dögur áður mæðginin voru handtekin, kom amman að dregnum í svefnherberginu hans þar sem hann var að leika sér með skotfæri og hamar. Hún fann einnig sprengiefni, búið til úr flugeldum. Á sprengiefninu stóð nafn ástralsks manns sem réðst á tvær moskur á Nýja Sjálandi 2019.

Áður en drengurinn fór í skóla daginn örlagaríka, sagði hann ömmu sinni að hann „yrði frægur“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali