fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Pressan

Þrír urðu fyrir eldingu og létust á þekktum ferðamannastað

Pressan
Miðvikudaginn 21. maí 2025 09:51

Angkor Wat

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír létust og nokkrir til viðbótar slösuðust þegar þeir urðu fyrir eldingu á einum þekktasta ferðamannastað Asíu á föstudag.

Fólkið var að skoða Angkor Wat-musterið í Kambódíu þegar mikið eldingaveður gekk yfir svæðið. Í frétt AP kemur fram að myndbönd á samfélagsmiðlum hafi meðal annars sýnt sjúkrabíla á svæðinu og slasað fólk.

Hout Hak, ráðherra ferðamála í Kambódíu, sendi frá sér yfirlýsingu daginn eftir þar sem hann hvatti fólk til að fjarlægja umrædd myndbönd af samfélagsmiðlum þar sem þau gætu haft skaðleg áhrif á ferðamannaiðnað landsins.

Yfirvöld hafa ekki gefið neinar upplýsingar um málið en hátt settur opinber fulltrúi, sem vildi ekki láta nafns síns getið, staðfesti við AP að þrír hefðu látist og allir væru frá Kambódíu.

Angkor Wat nýtur mikilla vinsælda meðal þeirra sem heimsækja Kambódíu en svæðið nýtur verndar UNESCO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gekk út og hvarf sporlaust árið 1973 – Nú eru nýjar vendingar í málinu

Gekk út og hvarf sporlaust árið 1973 – Nú eru nýjar vendingar í málinu
Pressan
Í gær

Vill milljónir í bætur vegna hráefnis sem hann vildi alls ekki fá á hamborgarann sinn

Vill milljónir í bætur vegna hráefnis sem hann vildi alls ekki fá á hamborgarann sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sprenging við frjósemisstöð var hryðjuverk – Einn lést

Sprenging við frjósemisstöð var hryðjuverk – Einn lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögðu hald á 1,2 tonn af kókaíni og 705 kg af metamfetamíni um borð í skipi

Lögðu hald á 1,2 tonn af kókaíni og 705 kg af metamfetamíni um borð í skipi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ert þú syfjuð/aður á daginn? Það gæti verið merki um leynda heilbrigðisógn

Ert þú syfjuð/aður á daginn? Það gæti verið merki um leynda heilbrigðisógn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgjafi Trump með ótrúlega afhjúpun – „Við ráðum yfir tækni sem getur beygt tíma og rúm“

Ráðgjafi Trump með ótrúlega afhjúpun – „Við ráðum yfir tækni sem getur beygt tíma og rúm“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að hugsanlega sé heimsbyggðin búin að glata hjarðónæminu gegn mislingum

Segir að hugsanlega sé heimsbyggðin búin að glata hjarðónæminu gegn mislingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna ættirðu að borða fleiri egg

Þess vegna ættirðu að borða fleiri egg