fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

18 ára stúlka slapp úr sjö ára langri fangavist – Var neydd til að vera í hundabúri

Pressan
Þriðjudaginn 20. maí 2025 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudaginn 8. maí slapp 18 ára stúlka úr prísund sem hún hafði dúsað í síðustu sjö árin. Það voru móðir hennar og stjúpfaðir sem höfðu haldið henni fanginni og meðal annars neytt hana til að búa í hundabúri í eitt ár.

Le Figaro skýrir frá þessu og segir að stúlkan hafi einnig verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Búið er að handtaka móður hennar, hina 28 ára Brenda Spencer, og stjúpfaðir hennar, Branndon Mosley.

Grace MacAulay, saksóknari í Camden County í New Jersey, sagði á fréttamannafundi að stúlkan hefði verið neydd til að búa í hundabúri í um eitt ár og hafi henni bara verið hleypt öðru hvoru út úr því.

Hún var einnig hlekkjuð föst inni á baðherbergi og læst þar inni. Einnig var hún látin vera í herbergi, sem var útbúið hreyfiskynjurum, svo hún gæti ekki flúið.

Henni var öðru hvoru leyft að ganga frjáls um heimilið en bara þegar ættingjar komu í heimsókn. En 8. maí sá hún sér leik á borði og náði að flýja að heiman með aðstoð nágranna síns.

Í kjölfarið voru Brenda og Branndon handtekin. Þau eiga ákæru yfir höfði sér fyrir að hafa haldið stúlkunni fanginni og Branndon er einnig grunaður um að hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali