fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Pressan

Ráðgjafi Trump með ótrúlega afhjúpun – „Við ráðum yfir tækni sem getur beygt tíma og rúm“

Pressan
Sunnudaginn 18. maí 2025 13:30

Það er stranglega bannað að fara inn á Area 51.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú hélst að pólitík og vísindaskáldskapur væru tveir aðskildir heimar, þá skaltu halda fast í álhattinn þinn. Michael Kratsios, vísindaráðgjafi Donald Trump, sagði nýlega svolítið sem varð til þess að venjulegt fólk, samsæriskenningasmiðir og notendur samfélagsmiðla horfðu undrandi á hver annan.

„Við ráðum yfir tækni sem getur beygt tíma og rúm,“ sagði hann á samkomu Endless Frontiers nýlegar. Þetta er samkoma fyrir fólk sem saknar þess tíma þegar Bandaríkin flugu hátt og hugsuðu stórt.

Kratsios þuldi upp hvernig tækniframfarir einkenndu sjöunda og áttunda áratuginn, tunglferðir, hljóðfráar flugvélar og draumurinn um næstum því ókeypis rafmagn. En síðan stoppaði allt og sagði hann að ástæðan væri allt of mikið regluverk, skrifræði og hugsjónaskortur.

Því næst lét hann sprengjuna falla: „Við ráðum yfir tækni sem getur beygt tíma og rúm. Hún eyðir fjarlægðum, lætur hluti stækka, eykur framleiðnina.“

Það þarf ekki að koma á óvart að víða í netheimum logaði allt í kjölfar ummælanna. Sérstaklega hjá þeim sem telja að Philadelphia-tilraunin á fimmta áratugnum (hún snerist að sögn um að láta herskip verða ósýnileg og flytja þau á milli staða með nánast hugarafli) hafi átt sér stað og að fljúgandi furðuhlutir séu til og séu geymdir á Area 51.

Á Reddit sagði fólk að Kratsios „hafi óvart“ skýrt frá einhverju sem hann hafi ekki átt að segja frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spáir deilum á milli Trump og nýja páfans

Spáir deilum á milli Trump og nýja páfans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagðist bera ábyrgð í morðmáli OJ Simpson verður tekinn af lífi í kvöld

Maðurinn sem sagðist bera ábyrgð í morðmáli OJ Simpson verður tekinn af lífi í kvöld
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét ChatGPT lesa í kaffibolla og skildi í kjölfarið við eiginmann sinn

Lét ChatGPT lesa í kaffibolla og skildi í kjölfarið við eiginmann sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér geta reykingar, kynlíf og áfengi kostað ferðamenn stórfé í sektir

Hér geta reykingar, kynlíf og áfengi kostað ferðamenn stórfé í sektir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir bandarísku forsetahjónin hafa slitið samvistir

Segir bandarísku forsetahjónin hafa slitið samvistir