fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Pressan

Ert þú syfjuð/aður á daginn? Það gæti verið merki um leynda heilbrigðisógn

Pressan
Sunnudaginn 18. maí 2025 13:30

Geispi er merki um þreytu og/eða syfju. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnur þú fyrir syfju á daginn? Ef svo er, þá gæti það verið merki um leynda heilbrigðisógn.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Í henni kom í ljós að aukin þreyta að degi til, getur aukið líkurnar á elliglöpum hjá konum á níræðisaldri. Í ljós kom að ef konur, 80 ára og eldri, fundu fyrir aukinni svefnþörf að degi til á fimm ára tímabili, þá tvöfaldaði það líkurnar á að þær fengju elliglöp.

Newsweek skýrir frá þessu og hefur eftir Yue Leng, aðalhöfundi rannsóknarinnar, hjá University of California, að svefn sé afgerandi fyrir andlegt heilbrigði, því hann veiti heilanum tækifæri til að hvílast og endurhlaða sig. Það bæti getu okkar til að hugsa skýr og muna upplýsingar.

„En við vitum enn mjög lítið um hvernig breytingar á svefni og hugrænni starfsemi tengjast og hvernig þessar breytingar tengjast líkunum á elliglöpum á síðari stigum lífsins,“ sagði Yue Leng einnig og bætti við að rannsóknin sýni að svefnvandamál og hugræn hnignun geta verið nátengd og kannski verið snemmbúið merki um hættuna á að konur á níræðisaldri fái elliglöp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spáir deilum á milli Trump og nýja páfans

Spáir deilum á milli Trump og nýja páfans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagðist bera ábyrgð í morðmáli OJ Simpson verður tekinn af lífi í kvöld

Maðurinn sem sagðist bera ábyrgð í morðmáli OJ Simpson verður tekinn af lífi í kvöld
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét ChatGPT lesa í kaffibolla og skildi í kjölfarið við eiginmann sinn

Lét ChatGPT lesa í kaffibolla og skildi í kjölfarið við eiginmann sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér geta reykingar, kynlíf og áfengi kostað ferðamenn stórfé í sektir

Hér geta reykingar, kynlíf og áfengi kostað ferðamenn stórfé í sektir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir bandarísku forsetahjónin hafa slitið samvistir

Segir bandarísku forsetahjónin hafa slitið samvistir