fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Pressan
Mánudaginn 28. apríl 2025 12:57

Svona var staðan í Lissabon í morgun. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmiklar rafmagnstruflanir gerðu vart við sig á stórum svæðum á Spáni og Portúgal í morgun og þá urðu einnig truflanir á einhverjum svæðum í Frakklandi.

Truflanirnar hafa haft talsverð áhrif á flugvelli, sjúkrahús, verslanir og járnbrautarstöðvar. Hafa meðal annars birst myndir á samfélagsmiðlum frá myrkum neðanjarðarlestarstöðvum í Madrid, höfuðborg Spánar. Var gripið til þess ráðs að loka lestarstöðvunum.

Þá myndaðist umferðaröngþveiti í borginni þar sem umferðarljós urðu rafmagnslaus. Í Barcelona og Lissabon í Portúgal var svipaða sögu að segja.

Engar skýringar hafa verið gefnar út á truflunum en á samfélagsmiðlum hafa einhverjir varpað þeirri tilgátu fram að Rússar hafi átt hlut að máli. Engin staðfesting þar að lútandi liggur þó fyrir. Innanríkisráðherra Portúgals hefur ekki útilokað að um skemmdarverk hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús