fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Pressan
Föstudaginn 25. apríl 2025 07:00

Musk hefur mörg mannslíf á samviskunni segir Bono.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum standa frammi fyrir miklum niðurskurði hjá hinu opinbera og uppsögnum. Þetta geta þeir meðal annars þakkað Elon Musk, ríkasta manni heims, sem fer fyrir niðurskurðarhópi ríkisstjórnar Donald Trump, hinum svokallaða DOGE hópi.

En þeir sem starfa hjá samgönguráðuneytinu geta slakað aðeins meira á en aðrir því grunur leikur á að Musk hlífi ráðuneytinu við niðurskurði og sparnaði því það kemur sér vel fyrir SpaceX fyrirtæki hans sem stendur fyrir geimferðum. The Guardian skýrir frá þessu.

Børsen segir að talið sé að 216.000 opinberir starfsmenn hafi verið reknir úr starfi í mars. En starfsfólk, sem hefur eitthvað með geimferðaverkefni Musk að gera, hefur verið hlíft við niðurskurðarhnífnum. Þetta telja margir sýna að Musk gæti vel að eigin hagsmunum á meðan aðrir séu látnir taka pokann sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug