fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Pressan

Banna Ísraelsmönnum að koma til ferðamannaparadísarinnar

Pressan
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 06:30

Frá Maldíveyjum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld á Maldíveyjum hafa ákveðið að banna ísraelskum ríkisborgurum að koma til landsins. Þetta var gert eftir að forseti landsins, Mohamed Muizzu, staðfesti breytingar á innflytjendalöggjöfinni.

CNN skýrir frá þessu og segir að í tilkynningu frá forsetanum komi fram að breytingarnar endurspegli stefnu ríkisstjórnarinnar í ljósi yfirstandandi þjóðarmorðs Ísraelsmanna á Palestínumönnum.

Ísraelsmenn hafa þvertekið fyrir að stunda þjóðarmorð í stríðinu á Gaza en það hófst í október 2023 í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas á Ísrael.

Fyrir ári síðan hvatti Muizzu ríkisstjórnina til að meina Ísraelsmönnum að koma til Maldíveyja og nú hefur það verið gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra